Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 47

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 47
Afgreiðsla Vöruflutningamiðstöðvarinnar við Borgartún. ísleifur Runólfsson, forstjóri Vöruflutningamiðstö&varinnar: „Ein ferð á dag norður í land þegar mest er að gera” — Eftir því sem ég hef komizt næst, hófust landflutningarnir um 1947. Þá byrja bílar að fara eina og eina ferð, að minnsta kosti frá Norðurlandi og þá aðallega til þess að sækja ákveðnar vörur eða flytja til Reykjavíkur, sagði ísleifur Runólfsson, forstjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar í upphafi máls síns. ísleifur Runólfsson, forstjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar. Milli 1950 og 1960 fjölgaði bílunum smám saman og þeir voru jafnframt yfirbyggðir, því að í ljós kom, að útilokað yrði að flytja þessar vörur undir segldúkum eins og áður hafði verið gert. Um áramótin 1960— 61 tekur sig svo saman tólf manna hópur í þessari stétt og ákveður að reyna að festa sér lóð hér í Reykjavík fyrir vöru- flutningamiðstöð. Þeir voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir, að útilokað væri að veita þá þjónustu, sem nauð- synleg var, án þess að hafa góða móttökustöð hér á íteykja- víkursvæðinu. VÖRUFLUTNINGA- MIÐSTÖÐ STOFNUÐ Við stofnun Vöruflutninga- miðstöðvarinnar urðu breyt- ingarnar geysimiklar enda hef- ur það sýnt sig í þeim auknu flutningum, sem komið hafa til okkar á undanförnum árum. Ég tel, að nú sé starfsemin vel við unandi. Við förum t. d. tvær ferðir vikulega að lágmarki, norður í land ef fært er á ann- að borð, og allt upp í eina ferð á dag. Um vandamál í samskiptum vöruflutningamiðstöðvarinnar og heildverzlunarinnar vil ég aðeins segja, að mér finnst samstarfið hafa gengið sérstak- lega vel og ég man ekki eftir neinum vandamálum, sem hafa verið svo mikil, að við hefðum ekki getað leyst þau á viðun- andi hátt fyrir báða. Þó langar mig til að drepa á nokkur atriði í þessu sambandi. EKKI BÚIÐ NÆGILEGA VEL UM VÖRUNA Áberandi er, að mönnum finnst svo lítið skemmast í flutningi með bílunum, að mér er stundum farið að ofbjóðia, hve lítilvægar umbúðirnar um vörurnar eru stundum hjá heildsölunum. Ég get nefnt sem dæmi harðplast og jafnvel syk- ur, sem segja má að sé flutt með okkur í sömu umbúðum og varan stendur í verzluninni. Þá er það ákaflega mikilvægt atriði að merkja vörurnar vel, því að léleg merking er aðal- valdur þess, að varan fari í einhvern rugling eða tapist. Póstkröfusendingarnar hafa alltaf valdið okkur miklum erf- FV 4 1975 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.