Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.04.1975, Qupperneq 65
Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi Aftur kominn fjörkippur í byggðina á Akranesi Um miðjan apríl byrjaði gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar að bora eftir heitu vatni að Leirá, sem er í um 18 km. fjarlægð frá Akranesi. Sérfræðingar á sviði jarðhita telja 80% líkur á að' þar finnist nýtanlcgt vatn, yfir 100 gráðu heitt vatn sé þar líklega á eitt til tvö þúsund metra dýpi. Gufuborinn á að bora niður á tvö þúsund metra dýpi og verði árangur þeirrar bor,unar jákvæður, verða fleiri liolur boraðar til þess að ganga úr skugga um hvort þarna er nægilega lieitt vatn til að hita upp Akraneskaupstað. Þetta kom fram er FV ræddi við bæjarstjórann á Akranesi, Magnús Oddsson. Áætlaður kostnaður við boranir til að byrja með er 20,7 milljónir. Fari þessar tilraunir að vonum styttist í að Akraneskaupstaður verði hitaður upp með jarðhita, en það taldi Magnús stórmál fyrir fíaóinn. MIKIÐ BYGGT En það eru fleiri fram- kvæmdir í gangi á Akranesi. Mikil gróska er í húsbygging- um og í fyrra voru 56 nýjar í- búðir teknar í notkun. Nú er verið að hefja byggingu tveggja fjölbýlishúsa og verða 18 íbúðir í hvoru. Einnig er það þriðja í smíðum, með átta íbúðum. Tvö fjölbýlishús til viðbótar verða fullgerð í ár með 20 íbúðum samanlagt. Úthlutað hefur ver- ið lóðum undir 14 parhús og búið er að úthluta 30 lóðum undir einbýlishús, sem væntan- lega verður byrjað á í ár. Nú sem stendur, er ekki hægt að fá lóðir á Akranesi undir ein- býlis- og raðhús, en ráðstafanir eru í gangi til þess að hægt verði að úthluta lóðum undir þessháttar hús síðar á árinu. Ljóst er að byggðin á Akranesi mun í náinni framtíð stefna til norðurs, enda á kaupstaðurinn land norður að Bæjardalsá, sem Magnús taldi nægja í nokkra áratugi, en nú má heita byggt að bæjarmörkunum til austurs. Eina ástæðuna fyrir svo ört vaxandi byggð nú síðari ár taldi Magnús vera þá, að fólk hafi komið auga á að það væri góð fjárfesting að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á Akranesi, enda hefði það að undanförnu hækkað hlutfallslega meira í verði en íbúðarhúsnæði í Reykjavík, þótt það væri ekki komið upp í sama verðlag. BÚIST VIÐ ALLT AÐ 30 ÞÚSUND GESTUM Á LANDSMÓT UMFÍ Nú er verið að vinna að end- urbótum á annars ágætu í- Magnús Oddsson, bæjarstjóri. í baksýn er verið að taka grunn að nýj'u fjölbýlishúsi. Fremst t.v. sést nýja bryggjan þar sem Akraborgin fær m.a. viðlegustöðu. þróttasvæði staðarins og er á- ætlað að verja um sex milljón- um króna til þess. Standa þess- ar framkvæmdir í beinu sam- bandi við væntanlegt landsmót UMFÍ, sem haldið verður á Akranesi í sumar. Verið er að byggja hlaupabraut, og þá á einnig að girða íþróttasvæðið af og gera mikil bílastæði í tengsl- um við það. Að sögn Magnúsar búast forráðamenn UMFÍ við að gestafjöldinn á landsmótið geti orðið á bilinu 15 til 30 þús- und manns. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VERÐUR AÐ VERULEIKA Annað langþráð og mikið í- þróttamannvirki er einnig í smíðum á Akranesi, sem er bygging mikiis íþróttahúss, en það verður notað á landsmót- inu í sumar þótt það verði ekki fullbúið þá. Þar er keppnissal- ur, 22x44 metrar að stærð, og verður þar 20x40 metra keppn- isvöllur, sem er lögleg stærð fyrir kappleiki. Mögulegt verð- ur að skipta salnum niður í fjögur hólf 10x20 hvert, og nota þau fyrir íþróttakennslu skól- anna, og einnig verður hægt að skipta salnum í tvennt, tvo 20x20 velli. Áhorfendasvæði í húsinu taka um 1200 manns og búnings- og baðaðstaða er fyrij' marga hópa í einu. í húsinu eriji einnig herbergi fyrir íþróttar- félögin, þar sem ÍA fær m. a'. herbergi fyrir miðstöð sína ok til fundarhalda. í kjallara eru FV 4 1975 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.