Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 87

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 87
Hið nýja og glæsilega liótel, sem Loftleiðir eiga 1/3 hluta í, Hótel Aerogolf, sem stendur skammt frá flugvellin- um. í öðrum af tveim veitinga- sölum í Hótcl Aerogolf Nýlega hafa farið fram viðræð- ur við Luxair um aukið sam- starf. Félagið sýndi rekstrartap í fyrra og forráðamenn þess eru því áhugasamir um að reyna aðrar og nýjar leiðir.“ Nýlega gerði stjórnin í Lux- emborg loftferðasamninga við Thailand og Singapore, sem munu aðallega koma Cargolux til góða. Fyrir 10 árum voru uppi áform hjá Luxair um að fljúga til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs en ófriðarástand- ið á þeim slóðum gerði þau að engu. Með vaxandi viðskiptum við Arabaríkin og þá sérstak- lega olíulöndin er hugsanlegt, að samgöngur verði teknar upp milli Luxemborgar og þeirra. Einnig er Sviss meðal þeirra landa, sem Luxair kynni senn að hefja flugferðir til, en öll slík útvíkkun á ferðakerfi fé- lagsins myndi verðia bæði Loft- leiðum og Luxair til gagns og virðist gæta þess skilnings hjá báðum félögum, að þau geti hagnazt verulega á nánara samstarfi í farþegaflutningum. # Hótel Aerogolf tveggja ára Fjárfestingar Loftleiða í Lux- emborg nema nú um 50 millj- ónum franka. Er það einn þriðji hluti í Cargolux, byggingar fyr- ir farþegaafgreiðslu og þjón- ustu, ásamt eldhúsi á Luxem- borgarflugvelli og 25% í gisti- húsinu Hotel Aei’ogolf, sem er inni í skógarrjóðri í næsta uá- grenni við Luxemborgarflug- völl. Hotel Aerogolf er tveggja ára gamalt. Það er mjög nýtízku- legt og allur aðbúnaður gesta þar er með miklum sóma. Her- bergin eru 150 talsins, tveggja manna með baði. Auk þess eru tveir veitingasalir, allmörg fundaherbergi og barir. Rekst- urinn gekk vel fyrsta árið og fram í september í fyrra en þá hallaði undan fæti. Reyndist smávægilegt tap vera á rekstr- inum í fyrra. Með tilkomu Hot- el Aerogolf var tala hótelrúma í höfuðborg Luxemborgar komin í 2300. Þátttaka Loftleiða í byggingu þessa hótels var einn liður í viðleitni félagsins til að örva ferðamennsku í Luxemborg, að fá þann mikla fjölda fólks, sem félagið flytur þangað og þaðan til að staldra þar við og skoða sig um. í nokkur ár hefur verið góð samvinna við ferðaskrif- stofur í Luxemborg um þetta og ér nú á boðstólum áningai’- dvöl í 24, 48, eða 72 tíma fyrir Loftleiðafarþega í Luxemborg. § Gagnkvæmur skilningur Það virðist góður hugur í Loftleiðamönnum í Luxemboi’g og ekki var annað að skilja á þeim opinberum aðilum í Lux- emborg, sem við höfðum tal af, að öll viðskipti við íslenzka fé- lagið gengi eins og bezt yrði á kocið. Sá skilningur vii’ðist al- mennt ríkjandi, að báðir aðilar njóti góðs af flugstarfsemi Loft- leiða og að hún eigi að fá að eflast. Annar sambærilegur kostur sé alls ekki fyrir hendi. FV 4 1975 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.