Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 92

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 92
Um flugvélakostinn sagði Einar, að á næstunni yrði feng- in önnur DC-8-63 þota, í stað minni þotunnar. í haust yrði svo þörf á að taka þriðju þot- una á leigu, þó að í fimm ára áætlun félagsins hafi ekki ver- ið gert ráð fyrir henni fyrr en 1976. • HERSHÖFÐINGJAR HÉR OG ÞAR Milliríkjapólitík af ýmsu tagi snertir náið allt starf Cargolux. Þannig er viðbúið, að þoturnar sem leigðar eru hjá Seaboard- félaginu bandaríska og skráðar í Bandaríkjunum, verði nú skráðar í Luxemborg vegna flugs yfir Víetnam eftir sigur kommúnista þar. Cargolux- menn hafa líka kynnzt við- skiptaháttum í hinum fjarlæg- ari löndum, allsendis ólíkum þvi, er þeir áður þekktu. Það þarf að hafa þennan og hinn hershöfðingjann góðan, og nokkrir dalir í þóknun til starfsmanna á flugvöllum geta ráðið úrslitum um framhald ferðar. 9 NÝIR MARKAÐIR Cargolux hefur stækkað myndarlega á fimm árum. Fé- lagið er fast í sessi á fjar- lægum flugleiðum og forráða- menn þess hafa hug á að færa enn út kvíarnar. Suður-Amer- íka hefur verið til umræðu og málin könnuð þar. „Kannski þekkjum við ekki enn rétta hershöfðingjann“, sagði Einar og brosti við. Aukin viðskipti við olíu- löndin í Arabíu geta líka opnað nýja möguleika fyrir Cargolux. Olíufurstarnir þar syðra eru þegar farnir að láta félagið flytja nýju Benzana sína suðúr eftir, og á dögunum var flogið með gullhúðaðar baðherbergis- mubblur handa sjeiknum í Oman, sem hafði látið smíða þær handa sér fyrir 150 þús. dollara. Þannig er ýmislegt á dag- skrá en Einar Ólafsson sagði að endingu: „Ef 10% af því, sem við er- um með í athugun á hverjum tíma yrði einhvern tíma raun- veruleiki, — þá mættum við vel við una.“ Matvöruverzlanir Við viljum vekja athygli ykkar á hinni margþáttuðu pökkun á okkar góða kjúklingakjöti. FJÖREGG Svalbarðströnd Pósthólf 467 — Akureyri 92 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.