Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 93

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 93
Skrifstofuvélar - Bílar - Skrifstofutæki Þessi nýi auglýsingaþáttur af markaðnum, er ekki einskorðaður við skrifstofuvélar, heldur er hann ætlaður til kynningar hvaða vöruflokkum sem vera vill eins og þessi þáttur sýnir. Gísli J. Johnsen hf. með nýja vél á markaðinn: Offsetvél fyrir skrifstofur Fyrirtækið Gísli J. Johnsen, hf., Vesturgötu 45, er nú að hefja innflutning á nýrri gerð offset fjölritara frá AB DICK, en þeir eru einkum ætlaðir fyr- ir skrifstofur. Þar til nú hefur þurft tæknivinn'u við offset fjölritun, m. a. þar sem opna hefur þurft vélarnar eftir hverja prentun til að hreinsa valsa o. fl. Nýi AB DICK off- setfjölritarinn er hinsvegar sjálfvirkur og hreinsar sig sjálf- ur. Þarf enga tæknivinnu við hann, hver sem. er getur notað hann og telja umboðsaðilar að hann muni hcnta víða í fyrir- tækjum hér. Vélin, sem er borðvél, getur prentað einn lit í einu og er auðvelt að skipta um liti. Þá getur hún prentað á állan venjulegan pappír af mörgum þykktum. Hún getur prentað á pappírsþykktir frá 50 gr/fer- metra, upp í 200 gr/fermetra, sem nánast er kartonpappír. Afköstin eru 4500 til 7500 blöð á klukkustund og getur vélin auðveldlega prentað t. d. bréfhausa, utan á umslög og fleira þessháttar, auk venju- legrar setningar og mynda. Prentunin er mun skarpari en úr venjulegum ljósritunar- vélum. Hámarksstærð blaða fyrir vélina er A4. Byrjað var að kynna þessa vél í fyrra og á alþjóða- vörusýningu í Lepzig í fyrra hlaut hún gullverðlaun. Vélin er borðvél, sem fyrr segir og er hún 50 sm á hæð, 60 sm á breidd, 102 sm á lengd og veg- ur 110 kíló. Hún er hljóðlát og útlit hennar er sérstaklega mið- að við að hún fari vel á skrif- stofum. Fyrstu vélarnar eru væntanlegar hingað um mán- aðamótin júní-júlí n. k. Ekki er nákvæmlega hægt að segja til um verð að svo stöddu nema hvað búist er við að vélin kosti jafnvel innan við 500 þúsund krónur. Upplýsingasími hjá Gísla J. Johnsen hf. er 27477. Vélin er smekkleg í útliti enda miðuð við að falla vel inn í skrif- stofuumhverfið. FV 4 1975 93

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.