Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 97

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 97
— Æ, hver skrambinn. Það hef- ur verið sólskin alla vikuna og nú fer að rigna — á sunnudegi! Kunnur prestur þjónaði um skeið úti á landi. Þetta var í fámennri sveit og langt á milii bæja. Eitt sinn var prest’ur að aka þjóðveginn heim á leið, nokkuð við skál. Vegalögregl- an var þá aldrei þessu vant á þessari sömu leið og sáu þeir að ekki var allt með felldu hjá presti. Hófst nú talsverður kappakstur en prestur ætlaði ekki að gefa sig og hafði það af að komast heim á prestsetrið áður en Iögreglubíllinn næði honum. Þegar þeir lögreglu- menn komu í hlaðið, gekk prestur út á móti þeim, með vænan sopa í glasi: — Skál, piltar. Það er gott að ná úr sér hrollinum með gúlsopa af þessu! Og með það skellti hann inni- haldinu í sig, en af frekari að- gerðum lögreglunnar varð ekki í það sinn. Og hér er ein dagsönn úr Reykjavíkurlífinu. Það gerðist fyrir skömmu, aði manni nokkrum varð það á að bakka á næsta bíl um leið og hann hugðist fara út af bíla- stæði í miðborginni. Nokkuð á- berandi dæld kom á hinn bíl- inn, en eigandi hans var ein- hvers staðar víðs fjarri í vinnu. Vegfarendur tóku eftir því, að þarna var á ferðinni einn af þessum strangheiðarlegu sam- borgurum, því að hann fór út úr bíl sínum, skoðaði skemmd- irnar, sem hann hafði valdið, skrifaði á miða orðsendingu til eiganda 'hins bílsins og setti undir rúðuþurrkuna. Það var augsýnilega engin á- stæða til að kalla á lögregluna eða taka niður númer á bílnum hjá þessum sjentilmanni. Þegar eigandi laskaða bílsins kom svo á bílastæðið um kvöldið, tók hann eftir miðanum og las hann: — Helvítis fíflin hérna í kringum mig halda að ég sé að skrifa nafn og heimilisfang á þennan miða. En það geri ég sko örugglega ekki! Jón Ármann Héðinsson, var nýlega spurður um helztu kosti þess að vera alþingismaður. — Að hafa fast bílastæði í miðbænium, svaraði Jón Ár- mann um hæl. Bóndinn var nýbúinn að festa kaup á bíl hjá útsmogn- um bilaumboðssala. Það komu undarlegustu aukaliðir inn á reikninginn áður en blessaður bóndinn fékk nýja bílinn loks- ins afhentan og gat keyrt heim. Nokkru síðar kom bílasalinn að máli við bóndann og vildi kaupa af honum kú, því að hann ætlaði að hefja smátil- raunir í landbúnaði á landar- eign, sem hann hafði keypt. Bóndinn seldi honum kúna en lét hann hafa svohljóðandi reikning með: 1 stk. kýr (grunnverð) . . 150 þús. kr. 2 horn (aukabún.) .. 6 — — 2 aukamagar .... 8 — — Aukatankur með 4 botnventlum . . 12 — — Leðuráklæði yfir allt ...... 16 — — Aukaþurrka fyrir afturrúðuna .. 3 — — Samtals 195 þús. kr. — Þú sérð að þetta er hann Gaui, sem þú ætlar að henda út. Hver heldurðu að splæsi nú á okkur? FV 4 1975 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.