Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 9

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 9
Þó að Ólafur Jóhannes- son beri sig karlmannlega eftir viðureignina við „Vísis-mafíuna“ er staða hans litin alvarlegrustu augum innan Framsókn- arflokksins. Þeim fjölgar, sem telja óhjákvæmilegt að hafa nýtt formannsefni á taktcinum til að taka við af Ólafi. Einar Ágústs- son og Steingrímur Her- mannsson hafa verið tald- ir koma sterklega til greina í embætti for- manns og varaformanns. Að undanförnu hafa á- hrifamenn í flokknum þó verið að líta í kringum sig og er nú djarflega veðjað á Helga Bergs sem næsta foringjaefni. Sjá kunnug- ir líka fram á að hagur Jóns Skaftasonar í flokks- apparatinu vænkist. —■ • — Altalað hefur verið í herbúðum komma á Aust- urlandi, að Ólafur Ragnar Grímsson væri að semja við Alþýðubandalagsfor- ystuna um að komast í annað sæti á lista banda- lagsins þar eystra. Lúðvík Jósepsson hefur borið þetta eindregið til baka, og segist sjálfur ætla að gefa kost á sér eitt kjör- tímabil í viðbót, og að Helgi Seljan, sem var í öðru sæti við siðustu þingkosningar ætli að gefa kost á sér áfram. Hreinsanirnar í Alþýðu- bankanum eru hafnar. Hversu víðtækar þær verða er enn óljóst. Verkalýðsforystan sem stjórnar málum bankans, ætlar að reyna að ganga eins skammt í breyting- um á bankaráði og mögu- legt er, — ekki vegna sér- staks trausts á þeim mönnum, sem þar sitja, heldur með álit bankans út á við í huga. Seðla- bankinn hefur nú sett fram skilyrði um að bankalærðir menn verði ráðnir í bankastjórastöð- ur hjá Alþýðubankanum, Sighvati Björgvinssyni og öðrum krataspekúlöntum, sem augastað hafa haft á embættunum, til sárrar gremju. — • — Magnús Gunnarsson heitir ungur viðskipta- fræðingur, sem nýlega var ráðinn framkvæmda- stjóri hjá hinu nýstofnaða leiguflugfélagi, Arnar- flugi. Magnús hefur stað- ið í því undnfarið að end- urreisa bágborin fyrir- tæki víða um land og koma þeim aftur á strik. Nú hefur samvinnuhreyf- ingin ráðið Magnús til að veita hinu nýja leiguflug- félagi forstöðu. Þykir at- hyglisvert, að Sambandið skyldi ekki hafa manni á að skipa sjálft, sem hæfur þætti í starfið, heldur þyrfti að leita að þessari Florence Nightengale handa flugfélaginu yfir í raðir einkaframtaks- manna, þar sem Magnús hefur skipað sér. — • — Talsverður fjörkippur er kominn í sölu á íslenzk- um ullar- og prjónavörum á erlendum mörkuðum. Þessi íslenzka framleiðsla hefur vakið verðskuldaða athygli á fatakaupstcfn- um erlendis og íslenzk fyrirtæki leggja aukna rækt við þátttöku í þeim. Ekki er laust við, að sum- ir útflytjendur beri nokk- um kvíðboga fyrir fram- vindu þessara mála, því að þegar er farið að bera á óvæginni samkeppni og verðlagningu, sem varla verður talin annað en undirboð. Eitt íslenzkt prjónafyrirtæki er nú að hluta til í eigu norskra aðila, sem bjóða vörur fyrirtækisins á kaupstefn- um erlendis á 25% lægra verði en aðrir. — • — Horfur eru taidar á, að allmargir pólsku skuttog- aranna, sem gerðir hafa verið út hér á landi með misjöfnum árangri, verði leigðir til Noregs um eitt- hvert skeið, þar sem slíkra skipa er þörf í sam- bandi við olíuvinnslu á hafi úti. Munu Norðmenn vera reiðubúnir til að ráða íslenzkar áhafnir á skipin meðan þau eru í leigu en um leigukaups- samninga verður líklega að ræða. — • — Þórarinn Þórarinsson, formaður útvarpsráðs, notaði ítök sín hjá Ríkis- útvarpinu til að leysa við- kvæm vandamál á rit- stjórn Tímans með því að ráða Helga H. Jónsson blaðamann hjá Tímanum í stöðu fréttamanns út- varpsins. Mikil kæti ríkir á ritstjórn Tímans vegna þessa en að sama skapi eru nienn óhressir á fréttastofu útvarpsins enda hafði verið búizt við að Sigrún Stefánsdóttir, ritstjóri íslendings á Ak- ureyri, yrði ráðin á frétta- stofuna. Enn á Þórarinn Þórarinsson þó eftir að uppræta ýmsar heimilis- erjurnar á Tímanum og starfsmenn þar velta fyr- ir sér, hvar Þórarinn muni koma Jóni Helga- syni, ritstjóra í nýtt em- bætti. FV 3 1976 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.