Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 9
Þó að Ólafur Jóhannes- son beri sig karlmannlega eftir viðureignina við „Vísis-mafíuna“ er staða hans litin alvarlegrustu augum innan Framsókn- arflokksins. Þeim fjölgar, sem telja óhjákvæmilegt að hafa nýtt formannsefni á taktcinum til að taka við af Ólafi. Einar Ágústs- son og Steingrímur Her- mannsson hafa verið tald- ir koma sterklega til greina í embætti for- manns og varaformanns. Að undanförnu hafa á- hrifamenn í flokknum þó verið að líta í kringum sig og er nú djarflega veðjað á Helga Bergs sem næsta foringjaefni. Sjá kunnug- ir líka fram á að hagur Jóns Skaftasonar í flokks- apparatinu vænkist. —■ • — Altalað hefur verið í herbúðum komma á Aust- urlandi, að Ólafur Ragnar Grímsson væri að semja við Alþýðubandalagsfor- ystuna um að komast í annað sæti á lista banda- lagsins þar eystra. Lúðvík Jósepsson hefur borið þetta eindregið til baka, og segist sjálfur ætla að gefa kost á sér eitt kjör- tímabil í viðbót, og að Helgi Seljan, sem var í öðru sæti við siðustu þingkosningar ætli að gefa kost á sér áfram. Hreinsanirnar í Alþýðu- bankanum eru hafnar. Hversu víðtækar þær verða er enn óljóst. Verkalýðsforystan sem stjórnar málum bankans, ætlar að reyna að ganga eins skammt í breyting- um á bankaráði og mögu- legt er, — ekki vegna sér- staks trausts á þeim mönnum, sem þar sitja, heldur með álit bankans út á við í huga. Seðla- bankinn hefur nú sett fram skilyrði um að bankalærðir menn verði ráðnir í bankastjórastöð- ur hjá Alþýðubankanum, Sighvati Björgvinssyni og öðrum krataspekúlöntum, sem augastað hafa haft á embættunum, til sárrar gremju. — • — Magnús Gunnarsson heitir ungur viðskipta- fræðingur, sem nýlega var ráðinn framkvæmda- stjóri hjá hinu nýstofnaða leiguflugfélagi, Arnar- flugi. Magnús hefur stað- ið í því undnfarið að end- urreisa bágborin fyrir- tæki víða um land og koma þeim aftur á strik. Nú hefur samvinnuhreyf- ingin ráðið Magnús til að veita hinu nýja leiguflug- félagi forstöðu. Þykir at- hyglisvert, að Sambandið skyldi ekki hafa manni á að skipa sjálft, sem hæfur þætti í starfið, heldur þyrfti að leita að þessari Florence Nightengale handa flugfélaginu yfir í raðir einkaframtaks- manna, þar sem Magnús hefur skipað sér. — • — Talsverður fjörkippur er kominn í sölu á íslenzk- um ullar- og prjónavörum á erlendum mörkuðum. Þessi íslenzka framleiðsla hefur vakið verðskuldaða athygli á fatakaupstcfn- um erlendis og íslenzk fyrirtæki leggja aukna rækt við þátttöku í þeim. Ekki er laust við, að sum- ir útflytjendur beri nokk- um kvíðboga fyrir fram- vindu þessara mála, því að þegar er farið að bera á óvæginni samkeppni og verðlagningu, sem varla verður talin annað en undirboð. Eitt íslenzkt prjónafyrirtæki er nú að hluta til í eigu norskra aðila, sem bjóða vörur fyrirtækisins á kaupstefn- um erlendis á 25% lægra verði en aðrir. — • — Horfur eru taidar á, að allmargir pólsku skuttog- aranna, sem gerðir hafa verið út hér á landi með misjöfnum árangri, verði leigðir til Noregs um eitt- hvert skeið, þar sem slíkra skipa er þörf í sam- bandi við olíuvinnslu á hafi úti. Munu Norðmenn vera reiðubúnir til að ráða íslenzkar áhafnir á skipin meðan þau eru í leigu en um leigukaups- samninga verður líklega að ræða. — • — Þórarinn Þórarinsson, formaður útvarpsráðs, notaði ítök sín hjá Ríkis- útvarpinu til að leysa við- kvæm vandamál á rit- stjórn Tímans með því að ráða Helga H. Jónsson blaðamann hjá Tímanum í stöðu fréttamanns út- varpsins. Mikil kæti ríkir á ritstjórn Tímans vegna þessa en að sama skapi eru nienn óhressir á fréttastofu útvarpsins enda hafði verið búizt við að Sigrún Stefánsdóttir, ritstjóri íslendings á Ak- ureyri, yrði ráðin á frétta- stofuna. Enn á Þórarinn Þórarinsson þó eftir að uppræta ýmsar heimilis- erjurnar á Tímanum og starfsmenn þar velta fyr- ir sér, hvar Þórarinn muni koma Jóni Helga- syni, ritstjóra í nýtt em- bætti. FV 3 1976 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.