Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 13

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 13
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa stærstu tölvu- samstæðuna, sem hér er í notkun. sviöi sjávarútvegs. Krabba- meinsfélag íslands hefur yfir að ráða lítilli tölvu og olíufé- lögin og tryggingafélögin eru þegar farin að nýta sér tölvu- taekni. Póstur og sími og Mjólkursamsalan eiga einnig stórar tölvur. Þegar er notkun tölva orðin nokkuð útbreidd úti á landi. Nú hefui- verið komið upp tölvum m. a. í Bolungarvik, Stykkishólmi, Vestmannaeyj- um, Egilsstöðum, á Akureyri, Siglufirði, Norðfirði, Seyðisfirði og víðar og sjálfsagt eiga eftir að koma tölvur á fleiri staði úti á landi. Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa exm ekki komið sér upp tölvu, sem þó kann að verða nauðsynleg í sambandi við allar upplýsingar um sjúk- linga. Það mun þó vera í bí- gerð að Borgarspitalinn og Landsspítalinn fái tölvur. Þannig vex tölvunotkun stöðugt fiskur um hi-ygg og um leið og menn þekkja bet- ur, hvað hægt er að gera við tölvur, fer tölvan að hafa betra orð á sér sem nauðsynlegt tæki í flestum fyrirtækjum ekki aðeins sem bókhaldsvél og stjórnunarvél, heldur einnig sem stýritölva t. d. í iðnaði. Líklegt er að innan fárra ára Upplýsingar til tölvumiðstöðva geta borizt frá fyrirtækjum og stofnun’um á litlum seguldisk- um eða um simalínuna. verði farið að nota tölvur um borð í skipum og frystihúsum, sem leiðir til betri nýtingar og öruggari vinnslu. Tölvan gæti t. d. veitt leiðbeiningar um til- högun veiðanna með hliðsjón af veiðarfærum um borð, árs- tíma sem veiðarnar fara fram á og tegund fisks. MARGVISLEG VERKEFNI í TÖLVU HÁSKÓLANS. Kennsla í reiknifræði við Háskóla íslands hefur farið fram í nokkur ár í verkfræði- og raunvísindadeild og einnig hafa ýmsir framhaldsskólar sem valgrein hagnýta stærð- fræði, þar sem kennd er notk- un tölva við lausn ýmissa stærðfræði og tæknilegra verk- efna. Nú er í bígerð upp- námsbraut við Háskólann, þar sem áhersla verður lögð á að útskrifa fólk til þess að sinna vísindalegum verkefnum með tölvum. Um tölvu Háskólans fóru í febrúar, mars og apríl á síð- asta ári um 12 þúsund nem- endaverkefni, rannsóknarverk- efni og ýmis verkefni annarra aðila. Af nemendaverkefnum voru 60% verkefna úr við- skiptadeild, en 40% úr verk- fræði og raunvísindadeild. Ým- is rannsóknarefni eru unnin í tölvu Háskólans m. a. jarð- skjálftarannsóknir, hálofta- rannsóknir og rannsóknarverk- efni á sviði eðlisfræði. Einnig hefur reiknistofa Háskólans tekið að sér verkefni fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki m. a. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og Hafrannsóknar- stofnunina. Þau verkefni, sem IBM 1620 tölva reiknistofu getur ekki unnið eru unnin hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur, einnig eru ýmis sérverkefni, sem tölvan getur ekki unnið m. a. á sviði mæl- inga. Að mati sérfræðinga í þessu efni er nauðsyn á að hingað verði keypt vísindatölva og ætti Háskólinn að hafa frum- kvæði að því. Þörf er á þess konar tölvu til að veita fólki með vísindaleg verkefni þjónustu. Einnig þyrfti Háskól- inn að hafa ráðgjafaþjónustu á þessu sviði. Ef Háskólinn hefði vísinda- og kennslutölvu væri mögu- legt að hún yrði einhvers kon- ar hluti af stærra neti og aðr- ir framhaldsskólar gætu t.d. haft fjarrita eða litla tölvu með fjarrita þar sem hægt væri að beina ýmsum verkefn- um nemenda til vinnslu hjá reiknisstofu Háskólans. Síðan FV 3 1976 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.