Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 20

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 20
1974, eða samtals 2,780 millj. í fréttabréfi norska útflutn- ingsráðsins er bent á að í þess- um tölum endurspeglist efna- hagsástandið í heiminum, minni eftirspurn og lægra verð en einnig minnkandi stofnar og veiðar þeirra fisktegunda, sem verðmætastar eru. Stefna Norðmanna í hafrétt- armálum mn að færa út efna- hagslögsögu sína í 200 mílur er byggð á þeim ótta, sem býr með mönnum vegna ástands fiskstofna og ennfremur þeim ásetningi að viðhalda atvinnu- lífi í sjávarþorpum meðfram strönd landsins og þá helzt í Norður-Noregi. Norska stjórn- in reynir nú að ná þessu tak- marki með samningaviðræðum við þau ríki, sem hlut eiga að máli, þ. e. þau, sem stunda fiskveiðar innan 200 mílna svæðisins. Ennfremur beitir hún áhrifum sínum í sambandi við hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. FISKIMÖNNUM FÆKKAR STÓRLEGA. Fiskimönnum í Noregi hefur fækkað stórlega á síðustu ár- um. Við manntalið 1960 reynd- ust fiskimenn vera 61 þús. tals- ins en við manntalið 1971 að- eins 35 þús. og fjöldi þeirra hefur enn farið minnkandi síð- an. Með stærri og betur út- búnum skipum og nýrri veiði- tækni hefur árlegt aflamagn haldizt fyrir ofan 2 milljónir tonna þrátt fyrir þessa miklu fækkun fiskimanna. Samsetn- ing aflans er aftur á móti þannig, að hlutur fiskimann- anna fer versnandi og ásamt með stöðugt vaxandi tilkostn- aði hefur þetta gert útgerð og fiskveiðar lítt aðlaðandi starfs- grein. Nýliðar eru fáir og með- alaldur fiskimanna er hár. Fiskveiðarnar hafa geysi- mikla þýðingu fyrir efnahags- líf í Noregi, ekki aðeins vegna þeirra fiskimanna sem hafa beint atvinnu af þeim heldur líka vegna þeirra þúsunda er hafa starfa af vinnslu og sölu afurðanna. Fr.ystihúsarekstur- inn og starfsræksla niðursuðu- verksmiðja veitir mörg at- vinnutækifæri sérstaklega fyr- Fiskimjölsverksmiðjur í Noregi sandsíli, brisling og makríl. ir konur í þeim héruðum, sem annars hafa upp á litla atvinnu að bjóða. Þegar heildarþýðing fiskveiðanna fy.rir norskt efna- hagslif er metin, verður líka að taka með í reikninginn skipasmíðastöðvar og verk- smiðjurnar, sem fi'amleiða ýms- an búnað í skipin, fiskleitar- tæki og veiðarfæri. Með til- stuðlan heimamarkaðarins hafa þessi fyrirtæki getað keppt á erlendum mörkuðum. FJÖLDI VINNSLUAÐFERÐA Fiskveiðar eru forn at- vinnugrein í Noregi og Norð- menn hafa þróað með sér vissa verktækni á þessu sviði. Kem- ur þetta m. a. fram í þeim fjöida aðferða við vinnslu fisks- ins, sem við íslendingar þekkj- um líka af eign raun. Frá vík- ingaöld hefur verið unnin skreið, aðallega úr þorski. Hún er enn mikilvæg útflutn ingsvara Norðmanna og aðal- markaðurinn er í Nígeríu. Þurrkaður saltfiskur er seld- ur til Brasilíu og Portúgals. Niðurlagning og niðursuða, að- allega á brislingi og smásíld, eru mikilvægar greinar og markaðir fyrir þessar vörur eru víða um heim. Á nokkrum síðustu áratugunum hefur af sjávarafurðum verið mest flutt bræða loðnu og a'uk þess spærling, út af hraðfrystum fiskflök- um. Þá hafa Norðmenn sem kunnugt er náð fótfestu á heimsmarkaði fyrir aðrar af- urðir eins og lýsi og þorsk- hrogn. Tölur um viðskipti Norð- manna við útlönd sýna, að 1975, þegar heildarútflutning- ur Norðmanna nam 37,778 millj. norskra króna (32,317 séu skip ekki meðtalin), voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 2,073 milljónir. Fisk- mjölsframleiðslan komst í há- mark 1967 og var þá 494 þús. tonn. Árið 1974 var hún 320 þús. tonn en 325 þús. tonn í fyrra. Lýsisframleiðslan var 327 þús. tonn 1967, 153 þús. 1974 og 175 þús. tonn í fyrra. Útflutningstekjurnar af fisk- veiðunum námu því 2,6 millj. norskra króna, þegar allt er meðtalið. Útflutningur fiski- skipa, fiskileitartækja og veið- arfæra, allt frá önglum og net- um til elektróniskra sónartækja ásamt með vinnslutækjum eins og fyrir fiskimjölsverksmiðjur, hækka þessa tölu allmikið. Þá hafa Norðmenn einnig lagt áherzlu á að veita þjón- ustu og stunda ráðgjafarþjón- ustu fyrir fiskveiðar og vinnslu erlendis, aðallega í þróunar- löndunum. 20 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.