Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 35

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 35
I tilefni skrifa Leós III. Jónssonar: Hugleiðing um menntamenn og gagnrýni milli atvinnustétta —< eftir Einar Þorstein Ásgeirsson arkitekt Mér til ánægju, nú í svartasta skammdeginu, ra kst ég á grein Leós M. Jónssonar, tæknifræðings, í 9. tölubla'ði Frjálsrar verzlunar 1975. Þar fjallar hann um menntamenn og þá ekki síst um arkitekta. Með ])eim eigum við Leó greinilega sameiginlegt áhugamál, því báðir höfum við fjallað ’um þann hóp menntamanna opinberlega áður. En ekki erum við þó algerlega sammála um þá, cins og vonandi kemur hér í ljós í þessum línum. Ég hef alltaf saknað þess, að mörgum hressilegum greinum Leós, sem birst hafa í ýmsum blöðum, hefur ekki verið svar- að af þeim, sem einkum verða fyrir barðinu á honum, m.a. arkitektum. — Hvað snertir þá siðastnefndu þá er eins og þeir hugsi; „Já, þessi. Það er ekkert mark takandi á honum“. Að mínu viti er þetta röng afstaða, þar sem öll fjölmiðlun á þátt i skoðanamyndun fólks og er þá sama hver á pennanum heldur. M.ö.o. allra orð eru marktæk svo framarlega sem þeir geta staðið við þau. % Landlægur ósiður Þetta er nú raunar ekkert einsdæmi, að lítið mark sé tekið á því af einum starfshóp, hvað utanaðkomandi aðilar segja um hann. Þetta er landlægur ósið- ur og slik gagnrýni milli at- vinnustétta er oftast afgreidd sem öfund eða árás á stéttina. Hinu er ekki að leyna, að með- an hugarfarið er svona er heppilegra, að hver maður reyni fyrst að hreinsa til innan sinnar atvinnustéttar áður en hann tekur aðrar atvinnustétt- ir fyrir. Slík innbyrðis gagn- rýni er meira marktæk við nú- verandi hugarfar. Þetta minnir mig á annan landlægan ósið, sem er þó eig- inlega útúrdúr frá þessu efni. Hver hefur ekki heyrt, þegar rætt er um menn og konur, sem telja sig hafa eitthvað að segja, eða eru á annan hátt „þvert á línuna“. Þegar þau eru afgreidd með setningunni: Já, hún, (eða hann). Hún var með mér í gagnfræðaskóla. — Sem sagt umrsedd persóna er ekki marktæk, af því að hún var eins og við: bólugrafin, feimin og vanþroska í gaggó. Varla Einar Þorsteinn Ásgeirsson, liöfundur þessarar greinar, við störf á arki- tektastofu sinni. FV 3 1976 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.