Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 39
ekki sigldu upp með skipuuum árið 874, eins og við hin, megi nú líka vera til þó að slæmir séu. Þegar tæknifræðingar fá einhvern svona stimpil, því mér er ókunnugt um að þeir hafi hann, skal ég vera fyrstur til að gratúlera. En til þess að forðast allan misskilning, þá leka þök líka stundum hjá arkitektum og það er þeim til skammar. En ein- kennilegt er það, þegar þök leka hjá öðrum, t.d. tæknifræð- ingum, þá tala eigendur hús- anna ævinlega um „arkitekt- inn“ sinn þó slíkt beri ekki við áður. # Tvö atridi stang’ast á Áður en ég tek undir það, sem ég er sammála Leó um, leyfi ég mér að draga fram tvö atriði í grein hans, sem mér virðast stangast á. Hann telur að kerfið framleiði of marga fræðinga, sem atvinnulífið þurfi ekki á að halda og að það þurfi að draga menntakerfið saman. Á hinn bóginn telur hann að okkur skorti skipu- lagsfræðinga. Við vitum öll og viðurkenn- um, að með aukinni tækni þurf- um við fleiri fræðinga, sbr. skipulagsfræðingana, en á hinn bóginn óar okkur við öllum þeim fræðingafjölda, sem kerf- ið framleiðir, er við lítum á árangur starfs þeirra og dæm- um hann harla lítinn. — Brjóst- vitið dugði okkur nú betur hérna í eina tíð . . . Er þetta ekki sama gamla platan, sem tregðulögmálið hef- ur séð um að spila síðastliðin 100 ár, eða síðan einhverra raunverulegra áhrifa iðnbylt- ingarinnar fór að gæta hér- lendis? Okkur er sagt með þessu, að annað hvort verðum við að velja brjóstvitið eða þá menntunina. — Geta þá brjóst- vitið og menntunin aldrei farið saman? Gagnstætt Leó tel ég ekki prófin aðalatriði menntunar- innar og sé því enga lausn í því að velja þá úr með einum eða öðrum hætti, sem þó eiga að fylla hóp fræðinganna. Lykill skólakerfisins ætti að vera, að efla brjóstvit, hvers einstakl- ins út af fyrir sigsamhliðabóka- lestri, en ekki aðeins það síð- astnefnda, sem ber nú of mikið á. Því að vitaskuld er það rétt hjá Leó og mörgum fleirum að skólakerfið leitast við að hugsa fyrir nemendur sína og staðlar þá í leiðinni. Brjóstvitið er kæft með trúarbrögðunum okkar nútímamannanna, vísindunum. En það gildir vitaskuld á báða vegu að brjóstvit og menntun duga skammt ein sér. # Stimplaveitingar Það er hárrétt hjá Leó, að margur menntamaðurinn fyll- ist hroka, er hann fær stimpil uppá það að vera kominn í þá „yfirstétt". Á hitt er að líta, að sami maður hafi fyllst sama hroka með því að fá annan stimpil. Það er txl lítils fyrir þjóðina, ef allir þegnar hennar eyða ævi sinni í að fullnægja ómerkilegum hvötum. Stimpla- veitingar eru til þess fólgnar, að menn detti í þá gryfju. En þannig er mannskepnan, sífellt hrapandi í gryfjur. Þegar ein- um stimplinum er náð, sem kjölfestu í óvissu tilverunnar, þá gerir óvissan okkur að hrokagikkum. Ég er Leó sammála um það, að almenningur veit nóg um skipulag til þess að ræða það frá öllum sjónarmiðum. Al- menningur býr jú „í þeim“. Það sem ai-kitektar hafa hins vegar sagt um kunnáttuleysi al- mennings, nær einkum til skipulagsteikninga, þ.e. að al- meniningur eigi erfitt með að setja sig beint inní teikninga- lestur. Lestur teikninga kallar á æfingu. í þessu sambandi er hins vegar gallinn á arkitekt- um sá, að þeir meta oft teikn- inguna sem lokaframleiðslu sína, en ekki hið byggða ból. § Hlutur almenningis Ég er einnig sammála Leó í því, að almenningur á að hafa miklu meiri stjórn á skipulags- vinnu en nú er. Og eins og margir vita er þetta sameigin- leg skoðun allra yngri arkitekt- anna a.m.k. Hér ræður tregðu- lögmálið ferðinni, en árangur næst, ef við leggjum saman við að tala um málið opinberlega. Það er hins vegar misskiln- ingur hjá Leó, ef hann heldur að arkitektar læri ekki nóg um skipulag til þess að geta unnið að því eins og þeir gera nú. Þetta nám er skylda með húsa- hönnun í námi arkitekta. Skipulagsfræðingar eru hins vegar þeir, sem læra að hafa umsjón með söfnun skipulags- forsenda, þ.e. setja saman „hnausþykka doðranta“. Arki- tektinn tekur svo við og hann- ar borgarhlutann, sem um ræð- ir. Hönnun hans er í rauninni fólgin í því að koma hugmynd- um á pappírinn, ávallt byggj- andi á forsendunum. Nú getur arkitekt einnig verið skipulags- fræðingur og öfugt, rétt eins og verkfræðingur getur einnig verið arkitekt og getur þannig unnið allar hliðar hvers verks, en það heyrir fremur til und- antekninga. Hérlendis eru þessi mál mikið rugluð, einfaldlega vegna þess að allt skipulag er í fæðingu hér enn, m.a. sökum skorts á þeim mönnum sem setja saman „hnausþykku doði'- antana“, þeim sem upplýsing- unum safna. En þeim fjölgar ekki að marki fyrr en áhugi ráðamanna fer að glæðast á söfnun og di'eifingu upplýs- inga. Þetta á Leó nú að vita, sér- staklega, þar sem hann virðist hafa áhuga á skipulagsvinnu. 0 Hlinnisvarði úr skýrslukássu Að lokum. Það er nú svo með þessa blessaða alkemista fyrri tíma, sem aldrei fundu gullið í tili’aunastofnunum, þá er samt þekkinig þeirra, sem fékkst við beinharðar tilraunir, sú undir- staða undir hverri einustu efna- blöndu nútímans, sem gera okkur öllum lífið auðveldara í dag. Hver veit nema við eigum eftir að i’eisa skýrslugerðai'- mönnunum minnisvarða seinna meir, að sjálfsögðu úr skýrslu- kássu! FV 3 1976 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.