Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 42
Samiiéarmaður Sigurður il/latthíasson, kaupmaður: „Heildverzlunin má ekki velta vandamálunum yfir á smásöluverzlunina66 Smásöluverzlunin er vinna og aftur vinna Fyrir skönimu urðu cigendaskipli að verzlun Silla og Valda í Austurstræti í Reykjavík. Það var Sig- urður Matthíasson, kaupmaður í verzluninni Viði í Starmýri ásamt tveim sonum sínum, sem keypti þetta fyrirtæki í hjarta borgarinnar. Sigurður er mjög dugandi kaupmaður og hefur eflt verzlunar- rekstur sinn jafnt og þétt, nú undnfarið í samvinnu við syni sína tvo, sem starfa með honum sem verslunarstjórar. Frjálsri verzlun þótti við hæfi að kynna þennan framkvæmdamann nánar og leita eftir áliti hans á nokkrum málum, sem að verzl'unarrekstrinum lúta. Sigurður Matthíasson: „Því aðeins að verzlunarreksturinn sé kref jandi og útheimti vinnu og útsjónarsemi verður hann neytand- anum til hagsbóta.“ FV.: — Hvenær byrjaðir þú að starfa að verzlun, Sigurður? S.M.: — Verzlunarstörf mín byrjuðu á Akranesi 1941. Til gamans fyrir þá, sem e.t.v. eru hjátrúarfullir, má geta þess, að ég hóf verzlunarstörf á afmæl- isdaginn minn, þegar ég var 17 ára, en það var hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga. Kaupfé- lagsstjóri var þá sá mikli sóma- maður Sveinn Guðmundsson, núverandi bankastjóri Sam- vinnubankans á Akranesi. Vin- átta okkar hefur haldizt alla tíð frá því ég byrjaði að starfa hjá honum og held ég að hann komi sjaldan til Reykjavíkur án þess að heilsa upp á mig. Til Reykjavíkur flutti ég svo 1944 og hóf þá störf, einnig á afmælisdaginn minn, hjá Kristjáni Jónssyni í Kiddabúð. Það var mér ómetanlegt að vinna í þjónustu þessara tveggja virtu kaupsýslumanna, sem þekktir eru fyrir áreiðan- leik og reglusemi í öllu sínu starfi. Reynsla mín af starfinu hjá þeim hefur komið mér að ómælanlegu gagni síðar meir. FV.: — Hvað er langt síðan þú stofnaðir þína eigin verzlun? S.M.: — Eftir að hafa unnið um 10 ára skeið í þjónustu ann- arra, keypti ég Verzlunina Vísi að Fjölnisvegi 2, en eigandi þess húss er hinn kunni kaup- maður og Reykvíkingur, Sigur- björn Þorkelsson. Nafninu breytti ég í Verzlunina Víði og hóf ég starfsemi hennar 1. april 42 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.