Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 43
Verzlunin á Fjölnisvegi 2, þar sem Sigurð'ur Matthíasson hóf verzlunarrekstur. 1951. Og enn fyrir þá sem á- huga hafa á hjátrú: 1. apríl 1951 var mánudagur. — Það héldu ekki allir, að það yrði heillavænlegt. FV.: — Hvert er hlutskipti smávöruverzlunarinnar miðað við efnahagsástandið um þess- ar mundir? S.M.: — Eðlilega er ég kunn- ugastur matvöruverzluninni, enda þótt ég vegna starfa minna í stjórn Kaupmanna- samtakan-na og í öðrum stofn- unum skyldum þeim, hafi kynnzt ýmsum vandamálum annarra verzlunargreina. Það er í verzluninni eins og á flest- um öðrum sviðum, að oft veld- ur hver á heldur. Þegar á heild- ina er litið, stendur smásölu- verzlunin frammi fyrir mörg- um og erfiðum vandamálum. í jafn geigvænlegu verðbólgu- þjóðfélagi og við búum í, er sí- felld fjármagnsvöntun mikið og lýjandi vandamál. Kröfur og kröfugerð úr öllum áttum láta ekki á sér standa. Það á ekki eingöngu við um beinan til- kostnað, heldur einnig í sam- bandi við sífellt meiri og meiri skriffinnsku og kvaðir, sem fylgja því að hafa fólk í vinnu. Og ekki má gleyma því óhemju starfi, sem verzluninni er gert að inna af höndum í þágu ríkis- ins, t.d. með innheimtu opin- berra gjalda eins og söluskatts, launaskatts o.fl., án þess að nokkuð sé greitt fyrir þá vinnu, fyrirhöfn og áhættu sem því er samfara. Óheillavænleg þróun efna- hagsmála á undnförnium árurn veldur því, að ýmsar blikur eru á lofti. Vaxandi verðbólgu fylg- ir annarsvegar minnkandi geta innflytjenda til að kaupa vörur til landsins og samhliða versn- andi gjaldeyrisstöðu er farið að gæta skömmtunar eða jafnvel stöðvunar á innflutningi sumra vara. Þegar svo er komið, er enginn öfundsverður af því að standa í smásöluverzlun og þekkja þeir það bezt, er kynnt- ust því ástandi sem var, þegar skömmtun og innflutnings- hömlur voru í algleymingi. FV.: — Hvernig heldur þú, að kauphækkanir, sem samið var 'um nýlega, komi út hjá smásöluverzlununum? S.M.: — Mér reiknast til, að nún-a í fyrsta áfanga launa- hækkana muni þær nema hjá verzluninni 10—12% í stað 6% almennt eins og kjarasamning- ar*gera ráð fyrir. Þetta byggist á umsömdum tilfærslum á milli flokka. Annars tel ég óþarft að ræða þá staðreynd, að gott starfsfólk á rétt á að fá hærri laun. Ef starfskrafturinn er góður þýðir það, að við kom- umst af með færra fólk í verzl- ununum, sem á það fyllilega skilið að vera vel launað. Þetta þarf ekki að valda kaupmönn- unum aukinni byrði fjárhags- lega. FV.: — Hver eru helztu bar- áttumál samtaka kaupmanna núna? S.M.: — Þau eru auðvitað mörg. Sem dæmi má -nefna langlánasjóð og frjálst verð- myndunarkerfi. í þessum efn- um situr verzlunin alls ekki við sama borð og aðrar höfuðat- vinnugreinar og á því verður að verða breyting. Ráðamönnum hættir því mið- ur til að gleyma því, að verzl- unin er einn af ómissandi þátt- um hverrar framleiðslu, en ekki afæta eins og sífellt er verið að reyna að hamra á. Mörg afmörkuð baráttumál mætti einnig nefna, eins og t.d. sölu og dreifingu mjólkurvara, sem nú er væntanlega að kom- ast í nútímalegra horf til hags- bóta fyrir alla aðila. FV.: — Nýlega festir þú kaup á verzlun Silla og Valda í Austurstræti. Hver er megin- munurinn á þeim rekstri og þeirri verzlun, sem þú hefur áð- ur stundað? S.M.: — Enginn sérstakur munur er þar á, nema hvað stærðargráðan er önnur. Öll dagleg viðfangsefni og rekstr- aratriði, sem ráða þarf fram úr, eru hin sömu. Verzlunin í Austurstrætinu þjónar mjög mikið starfsfólki stofnana og fyrirtækja í miðborginni. Það er e.t.v. eftirtektarvert, hvað mikið selst þar af ávöxtum, sem fólk neytir eflaust í hádeg- inu í stað fullrar máltíðar. Annars gera þessir sömu við- skiptavinir hjá okkur almenn innkaup og fá vörur sendar heim. Þannig þjónum við úr Austurstrætinu heimilum á öllu höfuðborgarsvæðinu suður í Hafnarfjörð. Silli og Valdi áttu 50 ár að baki sem þekkt- asta matvöruverzlun landsins, ávallt með mjög mikið vöruval og góða þjónustu. Okkar kapps- mál er að reyna að gera eins vel í þvi efni. Áætluð velta fyrir báðar verzlanirnar er á þessu ári 450—500 milljónir og við greiðum á þriðju milljón í laun á mániuði, en samaniagt höfum við næstum 40 manns í vinnu. FV 3 1976 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.