Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 59
Vöruflutningar
Þörfin fyrir flutninga með bílum
fer stöðugt vaxandi
Samtök vöruflutningabílstjóra athuga möguleika á stofnun lánasjóðs
— Ég byrjaði me'ð vöruflutninga 1950 og þá var ég með einn 4
tonna Chevrolet í ferðum. Hann var með opnum palli og ég
breiddi segldúk yfir vörurnar. Svo sá ég að þörfin fyrir þessa
flutningaþjónustu var mikil og þá fór ég að reyna að bæta þetta.
Þetta sagði Óskar Jónsson vörufl'utningabílstjóri á Dalvík þegar
Frjáls verslun heimsótti hann fyrir skömmu.
— Núna er ég með tvo 12
tonna bíla í ferðum á milli
Reykjavíkur, Dalvíkur og Ól-
afsfjarðar, hélt Óskar áfram,
en síðast nefnda staðnium bætti
ég inn í áætlunina 1970. Mér
virðist þörfin fyrir þessa flutn-
inga bara vaxa og vaxa. Við
flytjum allt sem nöfnum tjáir
að nefna, ýmsar útgerðarvörur,
útbúnað fyrir frystihúsið, mat-
vörur, gosdrykki o.s.frv. Skip-
in eru eiginlega alveg hætt að
koma hingað nema með stærri
sendingar sem koma beint frá
útlöndum, sagði Óskar.
SKIPST Á BÍLUM
Hjá Óskari vinna tveir bíl-
stjórar. Annar býr á Dalvík en
hinn í Reykjavík. Þeir leggja
yfirleitt af stað um svipað leyti
dags, hittast í Staðarskála í
Hrútafirði, skiptast á bílum og
eru komnir heim til sín á kvöld-
in. — Þetta er gott fyrirkomu-
lag, sagði Óskar og hefur gefist
mér vel. Á veturna eru ferð-
irnar á þriðjudögum og föstu-
dögum, bæði frá Reykjavík og
Dalvík, en þá eru bílar aðstoð-
aðir yfir fjallvegina ef þörf er
á. Annars hefur þetta verið
óvenju gott í vetur. Vanalega
er hægt að keyra fram undir
áramót, en frá áramótum og
fram í apríl eru oftast erfið-
leikar vegna snjóa. En vorin
geta þó verið versti tíminn,
sagði Óskar. Þegar klaki fer úr
jörðu eru vegirnir veikir fyrir
og ef mikið rignir eru vegirnir
fljótir að vaðast upp. Þessir
vegir voru ekki gerðir fyrir
svona þunga bíla og þola þá
eiginlega ekki. Vegirnir hafa
mikið batnað á þeim árum sem
ég hef verið í þessu, en þó vant-
ar talsvert upp á að þeir séu
góðir. Það eru stuttir kaflar
sem alveg geta lokast vegna
aurbleytu á vorin. Mér finnst
því ekki rétt að ráðast í fyrir-
tæki á borð við Borgarfjarðar-
brúna, meðan vegurinn getur
ekki talist heilsársvegur.
FERÐIN TEKUR 10—11 TÍMA
Á þessum árum hefur líka
orðið mikil breyting á bílunum.
Fyrstu ferðirnar sem Óskar fór
var hann venjulega um 20
tíma á leiðinni. Núna tekur
ferðin 10—11 tíma með stoppi,
ef fullt hlass er á bílnum. Yfir
vetrarmánuðina getur þó allt
komið fyrir og stundum -hefur
Óskar verið jafn lengi frá Ak-
ureyri til Dalvíkur og frá
Reykjavík til Akureyrar, vegna
þess að ekki var um neina að-
stoð að ræða síðasta spölinn.
Stórir og þunigir vörubílar
eru að sjálfsögðu ekki ódýr
tæki og var Óskar því inntur
eftir því hvort ekki væri stór
biti að kingja að kaupa slíkan
bíl.
— Það er alltaf talsvert erfitt
fyrirtæki að útvega sér nýjan
bíl, sagði Óskar. Það hafa engir
sérstakir sjóðir verið til að
sækja í, svo við höfum orðið að
kría út peninga hér og þar.
Sumir hafa fengið erlend lán,
en þau eru erfið vegna hinna
tíðu gengisfellinga sem við bú-
um við. Núna eru samtök okk-
ar, vöruflutningabílstjóranna,
Landvari að athuga möguleik-
ana á stofnun lánasjóðs. Ef af
því verður munu meðlimirnir
greiða 1—2% af veltunni í sjóð-
inn og síðan var ætlunin að fá
einhvern banka til að sjá um
að velta þessu áfram.
Óskar Jónsson, vöruflutningabílstjóri á Dalvík.
FV 3 1976
59