Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 68
Selfoss Verið að kanna möguleika á nýjum iðnaði Selfyssingar ætla greinilega ekki að verða eftirb átar íbúa annarra byggðarlaga í uppbyggingu fiski- skipaflotans, því að um áramótin er væntanlegu r skuttogari frá Póllandi, sem Selfyssingar eru eig- endur að. Að sjálfsögðu kemur skipið ekki til Selfoss, heldur verður það gert út frá Þorlákshöfn og auk Selfyssinga eru Stokkseyringar og Eyrb ekkingar einnig eigendur hins nýja skips. Að sögn Erlends Hálfdánar- sonar, sveitarstjóra á Selfossi, eru miklar vonir bundnar við skuttogarakaupin, sem eru lík- lega þau síðustu, sem ríkis- stjórnin veitti heimild fyrir varðandi kaup erlendis frá. Afl- inn verður fluttur á bílum frá Þorlákshöfn rúmlega 30 kíló- metra vegalengd til Selfoss og kauptúnanna niðri við strönd- ina, en sveitarstjórinn á Sel- fossi var bjartsýnn á að flutn- inigamálin myndu skipast fljót- lega í annað horf með gerð brú- ar yfir Ölfusárósa, sem hann taldi allar líkur á að yrði smíð- uð innan fárra ára. FISKVERKUN Fiskverkun er þegar stunduð á Selfossi í nokkrum mæli og kvað Erlendur líklegt að aflan- um af skuttogaranum yrði skipt á milli staða með hliðsjón af gæðum, þannig að Stokkseyr- ingar og Eyrbekkingar tækju fisk til frystingar en Selfyss- ingar í saltfiskverkun. Þó taldi hann ennfremur sennilegt, að aðstöðu til að frysta fiskafurðir yrði að einhverju leyti komið upp á Selfossi, þó að ekki yrði ráðizt í byggingu fullkomins frystihúss, sem ætla mætti að kosta myndi hálfan milljarð króna. IÐNAÐARUPPBYGGING Áherzla er lögð á að byggja upp iðnað á Selfossi, sem þegar er mjög áberandi þáttur í at- vinnulífi staðarbúa auk verzl- unar og þjónustu, sem þar er stunduð. Um þessar mundir er verið að kanna rækilega stofn- un nýs iðnfyrirtækis á Selfossi á vegum Ylfells hf., sem hyggst koma þar á fót þilplötufram- leiðslu i tengslum við jarðhita- nýtingu, ef skilyrði þykja heppileg. Þá var annar aðili ný- lega að kanna möguleika á að hefja verkun á harðfiski á Sel- fossi. Stækkunarmöguleikar á hita- veitu Selfoss eru fyrir hendi. Þessa dagana er verið að hefja boranir að nýju hjá Laugardæl- um og Framkvæmdastofnun ríkisins vinnur að athugun á hugsanlegri tengingu Stokks- eyrar og Eyrarbakka við hita- veitu Selfoss en þar með myndu um 1100 manns bætast í hóp þeirra, sem njóta góðs af hitaveitunni. OPINBERAR BYGGINGAR Miklar byggingarfram- kvæmdir standa yfir á vegum opinberra aðila á Selfossi. Þar má fyrst telja nýtt félagsheim- ili, sem sveitarfélagið áætlar að verja 33 milljónum króna til á þessu ári. Byrjað var á bygg- ingunni í fyrrasumar og byggð- ur kjallari og botnplata fyrir leikhús og bíósal auk kaffiteríu. Þetta verk mun standa í nokk- ur ár enda er um 18000 rúm- metra byggingu að ræða, sem er 3300 fermetrar að flatarmáli. Stefnt er að því að Ijúka fyrst rekstrarhæfri einingu og verð- ur kaffiterían sennilega fyrst tekin í notkun en vonir standa til að félagsheimilisbygging- unni verði lokið á næstu þrem- ur árum. Nýi gagnfræða- skólinn, sem er í byggingu á Selfossi. 68 FV 3 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.