Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 69

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 69
Plast- og stálgluggar hf.: Gluggar, sem þarfnast lítils viðhalds Fyrirtœkið Plast- og stálgluggar á Selfossi hefur um þriggja ára skeið framleitt glugga, úti- og bílskúrshurðir fyrir íbúðar- versl- unar- og iðnaðarhúsnæði. Gluggarnir eru framleiddir úr svoköll- uðum varidur- og variplastprófílum, en einnig úr stáli og álskinn- um. Annar áfangi gagnfræða- skólabvggingar er í smíðum á- samt íþróttahúsi. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun á árunum 1968—69 en byrjað á þeim seinni 1973. Hann á að verða fokheldur í sumar. í- þróttahúsið er með löglegum keppnisvelli, 44x21 m að stærð, og mun hann vera sá eini í þeim flokki á Suðurlandi. Á- horfendasvæði verður fyrir 800 manns í þessu nýja íþróttahúsi. Sjúkrahús Suðurlands með sjúkrarými fyrir 35 sjúklinga er í byggingu á Selfossi. Ríkið greiðir 85% af byggingarkostn- aði eins og gerist um aðrar slík- ar byggingar en auk þess standa Árnes- og Rangárvalla- og A-Skaftafellssýslur og Sel- fosshreppur að byggingunni ásamt Selfosslæknishéraði. Sjúkrahúsið er fokhelt og er verið að bjóða út innanhúss- verk en áformað er að taka sjúkrahúsið í notkun á árunum 1977-80. SAMDRÁTTUR í smíði ÍBÚÐARHÚSA Að sögn Erlends Hálfdánar- sonar munu 50—60 manns hafa vinnu við þessar framkvæmdir og eru það byggingameistarar á Selfossi og verktakar þar, sem umsjón hafa með þeim. Sagði sveitarstjórinn, að þessar framkvæmdir kæmu á heppi- legum tíma, því að samdráttur hefði nokkur orðið í smíði í- búðarhúsa upp á síðkastið, ein- kanlega ef miðað væri við þann mikla fjörkipp, sem bygging 60 Viðlagasjóðshúsa, olli í bygg- ingarvinnunni eftir Heimeyjar- gosið. íbúar á Selfossi voru 1. desember sl. samkvæmt bráða- birgðatölum 2964 og Mafði þá fjölgað nokkuð frá fyrra ári en þá reyndust þeir 2832. Eftir- spurn er ta'lsverð eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði og liggja nú fyrir á annan tug umsókna um einbýlis- og raðhúsalóðir, sem verða afgreiddar nú í sumar en samkvæmt skipulagi eru til lóðir út árið 1977. Um síðastliðin áramót voru 127 í- búðir í smíðum á Selfossi, fimm verzlunar- og þjónustuhús og fimm verkstæðis- og iðnaðar- hús. í verksmiðju Plast- og stálglugga, Markaður fyrir þessa fram- leiðslu virðist fara vaxandi, því hún er viðhaldslaus með öllu, ekki þarf að mála og skrapa á nokkurra ára fresti, eins og raunin hefur verið með flestalla aðra glugga. Skúli Magnússon, einn starfsmanna fyrirtækisins og meðeigandi veitti blaðinu upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Á Dal- vík er einnig rekið fyrirtæki með sama nafni og þjónar það Norðurlandi. Rekstur fyrir- tækjanna er aðskilinn og aðrir eigendur eru fyrir norðan, en þessi tvö fyrirtæki hafa gott samstarf sín á milli. Ákveðið hefur verið að gera breytingar á rekstrarhlið fyrir- tækisins og ráða sérstakan framkvæmdastjóra til að ann- ast viðskiptaleg málefni þess. Einnig hefur verið ráðinn nýr verkstjóri, Smári Kristjánsson. SMÍÐAÐ í ÝMSAR STÓR- BYGGINGAR Gluggarnir, sem framleiddir eru úr plasti, stálstyrktu plasti, stáli og álskinnum eins og áður sagði eru mjög að ryðja sér til rúms og hafa þeir verið settir í ýmsar stórar byggingar aðal- lega á Stór-Reykjavíkursvæð- inu t.d. í hús Öryrkjabanda- lagsins í Hátúni, Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnar- firði, Samvinnubankann í Bankastræti, viðbyggingu Flensborgarskóla í Hafnarfirði, nokkur fyrirtæki í Reykja- vík og einnig í Gagnfræðaskól- ann á Akranesi. FV 3 1976 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.