Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 86

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 86
AUGLÝSING 'JIMARKMnUM VÍKUR ELDHIJS: með öllum nýjungum Fylgst vel Húsgagnaverkstæði Þórs Ing- ólfsonar, Súðarvogi 44, Reykja- vík hóf framleiðslu á eldhúsinn- réttingum undir merkinu „Vík- ur eldhús“ árið 1970, en Þór hafði áður eða 1965 stofnað Húsgagnaverkstæði Þórs og Eiríks, sem starfaði þar til smíði Víkur cldhúsanna fór af stað. Víkur eldhúsinnréttingarnar eru framleiddar í stöðluðum einingum, en komast alls staðar fyrir. Þær eru bæði hentugar í ný hús og til endurnýjunar á eldri innréttingum. Víkur eldhúsin eru framleidd í brúnhnotu og birki. Hægt er að fá sléttar skápahurðir, rammahurðir eða bogahurðir. Síðan getur kaupandinn valið um hvort hann vill fá plast inn- an í rammana, viðarspjöld, eir, gler eða blýgler. Einnig er hægt að fá plast á borð í mörgum mismunandi litum. Fylgst er vel með öllum nýj- ungum og nú eru eldhúsinn- réttingarnar fáanlegar með straubretti, sem fellt er inn í innréttinguna, sérstöku bretti undir hrærivélina, sem dregið er út úr skápnum. Einnig er hægt að fá útdregna hanka fyr- ir bolla, útdregið ruslafötustæði og fleira. Verð á eldhúsinnréttingu, sem er 2.50 m á hvorum vegg er á bilinu frá 260—340 þúsund krónur. Verðið fer að sjálf- sögðu eftir því, hvað mikið er lagt í innréttinguna, vali á ein- ingum og hurðum. Núorðið er ekki innifalin í verðinu uppsetning, heldur er áætlað verð eða tímakaup. Get- ur nærri að uppsetning á venju- legri 2.50+2.50 m eldhúsinn- réttingu kosti frá kr. 20 þúsund. Venjulega er IV2—2 mánaða afgreiðslufrestur, en hægt er að afgreiða eina og eina inmrétt- ingu á styttri tíma. Veittur er staðgreiðsluafsláttur og ýmsir valkostir eru í greiðsluskilmál- um. Að lokum má geta þess að gefinn hefur verið út upplýs- ingabæklingur í litum, þar sem fólk getur kynnt sér Víkur eld- húsin. 86 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.