Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 92

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 92
AUGLYSING TIHIBURVERZLUIMIIM VÖLUMDUR: Spónlagðar innihurðir í fjölda viðartegunda Timburverslunin Völundur hóf starfsemi sína í Reykjavík fyrir rúmlega 70 árum og er því orðið gamalgróið fyrirtæki á sínu sviði. Starfsemin hófst með smíði svokallaðra spjalda- hurða. Árið 1904 hófst smíði glugga og fyrir rúmum 20 árum síðan fór fyrirtækið að fram- leiða spónlagðar hurðir. Hjá Timburversluninni Völundi vinna rúmlega fimmtíu manns. Spónlagðar innihurðir er haegt að fá í mörgum mismun- andi viðartegundum m.a. eik, gullálmi, oregon furu, arp'er- ískri hnotu, wenge, sem er afr- ísk viðartegund, palisander, birki, brenni og kirsuberjatrés- spóni. Hurðirnar er einnig hægt að fá tilbúnar undir málningu eða lakk. Hurðirnar eru aðallega fram- leiddar staðlaðar, en fyrirtækið tekur einnig að sér sérsmíðaðar hurðir, óski kaupandinn sér- staklega eftir því. Vinsælustu innihurðirnar og þær sem seljast mest eru úr eik og gullálmi, enda sígild vara og heldur alltaf velli á íslenskum markaði. Eikarhurðin kostar kr. 26.400 og er þá um lág- marksverð að ræða. Hurðirnar þarfnast engrar sérstakrar meðhöndlunar við, hvað hreinsun snertir, því Völ- undur notar aðeins sterk plast- lökk, sem ekki þarf að olíubera. Afgreiðslufrestur innilhurða frá Völundi er undir venjuleg- um kringumstæðum fjórar til sex vikur og gildir fyrir allar fyrrgreindar viðartegundir sem á boðstólum eru. Sala á hurð- um er mest i byrjun vetrar og fram að áramótum. í kaupverði hurðar er inni- falinn karmur, þröskuldur, lamir, skrá og svokölluð járn- ing, þ.e.a.s, vinnan við að taka úr fyrir skrá og lömum. Einnig karmalistar báðum megin við hurðima, lökkun auk sölu- skatts. ísetning hurðar er ekki inni- falin í kaupverði, en í flestum tilfellum getur fyrirtækið bent á aðila, sem taka slíka vinnu að sér. Greiðsluskilmálar eru mögu- legir og við pöntun er greiddur V3 af kaupverðinu, V3 við mót- töku og afgangurinn eftir sam- komulagi. OpiÖ allan sólarhringinn MREVFILL Fellsmúla 24-26 Sími 8 55 22 92 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.