Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 93

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 93
HURÐIR HF. Bylgjuhurðir Hurðir hf., Skeifunni 13, Reykjavík hóf framleiðslu á bylgjuhurðum árið 1959, sem gengu almennt undir nafninu Hansahurðir, enda hét fyrir- tækið þá Hansaliurðir hf. Þess- ari framleiðslu er haldið áfram og framleiðir fyrirtækið bylgjuliurðir með einkaleyfi frá fyrirtækinu Modernfold Intcrnational í Bandaríkjunum. Hurðirnar eru framleiddar úr við og einnig stálgrind með Gallonáklæði. Stærðarmörk á þessum hurðum eru nær engin, hvorki hvað snertir hæð eða breidd. Frá þessu sama fyrir- tæki hafa Hurðir hf. pantað hurðir eða skilveggi, sem hafa sérstaklega verið notaðir í skóla, þar sem kröfur um hljóðeinangrun hafa verið miklar. Árið 1974 hóf fyrirtækið inn- flutning á hurðum frá Banda- ríkjunum, sem kallaðar eru fulningahurðir eða rammahurð- ir. Þær hurðir eru í þeim AUGLÝSING — stærðarmörk nær engin gamla stíl, sem almennt var í húsum hér á landi um og eft- ir aldamótin síðustu. Þessar hurðir eru mjög vinsælar nú. Reynt er að hafa þær til á lager, ásamt körmum og dyra- umgerð (geretti) í þeim stærð- um, sem notaðar eru hér. Ásamt innihurðum hafa Hurðir hf. einnig selt skápa- hurðir (fellihurðir) fyrir fata- og klæðaskápa í sama munstri. Tvær tegundir af fulninga- hurðum eru fáanlegar í fyrsta lagi úr furu, sem gjarnan eru bæsaðar og í öðru lagi úr formuðu harðtexi, sem er til málunar. Hurðirnar hafa verið seldar óunnar og ójárnaðar, en mjög fljótlega hefur fyrirtækið þá aðstöðu að geta boðið hurð- irnar með skrám og lömum. Greiðsluskilmálar eru mögu- legir bæði fyrir bylgjuhurðir og fulningahurðirnar. HURÐAIÐJAIM HF. Allar gerðir og stærðir í Hurðaiðjunni, Kársneshraut 98, Kópavogi starfa fimmtán manns, en hún hóf starfsemi sína árið 1965 og framleiðir úti- hurðir og bílskúrshurðir í öll- um gerðum og stærðum. Stöðl- uð framleiðsla er til á lager og eru yfirlcitt til milli 20—40 hurðir af mismunandi tegund- um. Viðartegundirnar eru fáan- legar í tekki, oregon furu, furu, irako eða mag'hony. Af útihurð- FV 3 1976 93

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.