Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 97

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 97
— Ég skil þetta bara hreint ekki. Af hverju í ósköpunum viltu flytja úr herherginu? — Hreint' út sagt vegna þess, að kerlingin, sem Ieigir er alltaf yfirfull af andskotans forvitni. — Og livað er það sem hún er að forvitnast um. — Nú manneskjan spyr tvisvar á dag, hvenær ég ætli að borga húsalciguna. • — — Elsku Guðbjörg. Viltu verða konan mín. Ég veit að ég er ekki verðugur þess að hljóta þig sem eiginkonu... . — Ástin mín. Við verðum mjög samrýmd hjón, ef við verðum alltaf jafn sammála og um þetta síðasta. Kiddi hafði haft herbergi á leigu í sama húsinu í 45 ár. Allt í einu sagði hann upp herberginu og ætlaði að flytja. — Jæja, Kristinn, sagði frú- in í húsinu. — Það er nú leitt að þú skulir vera á förum, svona prýðisgóður leigjandi, eftir næstum heilan mannsald- ur. Hvað kom þér eiginlega til þess að ákveða að flytja. — Ég veit það nú eiginlega ekki. Ætli það sé ekki bara einhver meðfædd flökkuþrá? — Hefurðu nokkuð frétt af 5000 kallinum, sem þú lánað- ir honum nágranna þínum fyr- ir jólin? — Já, stöðugt, dag og nótt. Peningarnir fóru í afborgun af stereógræjunum hans. — Er maðurinn þinn alltaf jafn afbrýðisamur? — Já, er það ekki voðalegt. En þinn? — Nei, er það ekki voða- legt? Erlendi ferðamaðurinn var kominn til heilsulindarbæjar- ins í Suður-Þýzkalandi, þar sem allt var að springa af heilnæmi og hollustu, að sögn m átl ö kustj ó rans á hótelinu. í þann mund átti líkfylgd leið framhjá hótelinu og gesturinn leit spyrjandi á móttökustjór- rnn. Hann svaraði hins vegar án þess að hugsa sig um: — Æ, já. Þetta er blessaður útfararstjórinn okkar. Hann dó úr hungri. FV 3 1976 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.