Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.09.1976, Qupperneq 35
Tískusýningamar voru þungamiðja sýningarinnar og vöktu geysilega athygli. bjuggumst þá við 14.000 full- orðnum og 2.000 börnum. Nið- urstaðan varð hins vegar sú, að sýninguna sóttu rúmlega 21 þúsund manns. — Nú var undirbúningstím- inn mjög stuttur og sýningin sjálf stóð aðeins í 7 daga. Hvernig tókst að fá svo marga til að sækja sýninguna? — Ljóst var að nær allar sýningar svipaðar þessari hafa staðið yfir miklu lengur, oft 3 helgar, og einnig tekur tals- verðan tíma að fá fólk til að taka við sér. Þess vegna var mikill vandi á höndum. Til að ráða bót á þessu var einkum gert tvennt. Sýningin var kynnt eins og frekast var unnt fyrirfram og lagt var í hlut- fallslega mjög stóra auglýs- ingaáætlun. Auglýsingakostn- aður í 7 daga var um 1800 þúsund krónur. Auglýsinga- stofa Gísla B. Björnssonar sá um gerð auglýsinganna og var á margan hátt ráðgefandi um ýmis framkvæmdaatriði. Einn- ig teiknaði Fanney Valgarðs- dóttir merki sem tákn inn- lendra fatasýninga og kaup- stefna. Einnig höfðu tískusýn- ingarnar mjög mikil áhrif. — Hvað kostar að halda sýn- ingu sem þessa og hvernig var hún fjármögnuð? — Þessi sýning kostaði 11.7 milljónir króna og jafnframt bar sýningin sig, en því hafði enginn reiknað með. Gróði var nokkur hundruð þúsund krón- ur. Hins vegar lögðu sjálfboða- liðar fram mjög mikla vinnu sem ekki er reiknuð með í kostnaðaráætlun. Tekjuliðir sýningarinnar voru 6. Hver sýnandi greiddi stofngjald, sem var 35 þúsund krónur og fermetragjald mið- að við stærð á sýningarbás. FeiTnetragjaldið var kr. 5.000 á hvern fermetra. Einnig greiddi hver sýnandi þátttöku- gjald fyrir hverja innkomu á tískusýningunum, sem var 5.000 kr., en tískusýningamar voru 14. Stærsti tekjuliður sýn- ingarinnar var aðgöngumiða- salan, en tekjur af henni voru tæpar 7 milljónir króna. Þá má einnig nefna tekjur af veitinga- sölu og tekjur af auglýsingum í anddyri. — Hvað viltu segja um áhrif þessarar sýningar á al- menning og fataframleiðend- ur? — Þessi sýning á eftir að hafa meiri áhrif á almenning og fataframleiðendur en menn hyggja. Ekkert annað atriði hefði getað orðið til þess að kveða niður þá minnimáttar- kennd, sem ríkt hefur hjá mörgum fataframleiðendum, sem kemur fram í því að fjöl- margar flíkur eru seldar undir erlendum merkjum. Ef íslensk- ur fatnaður ætlar að vinna sér sess í framtíðinni getur þetta ekki gengið. Næsta mál, sem fataframleiðendur ættu að taka upp er að koma á stöðluðu upplýsingakerfi um íslenskan fatnað á íslensku, þar sem veittar eru upplýsingar um framleiðanda, efni og meðferð. Eitt meginverkefni íslenskr- ar iðnkynningar er að breyta þessu atriði, en til þess þarf hugarfarsbreytingu neytenda og aukið traust þeirra á íslensk- um vörum. Einnig þarf að koma til hugarfarsbreyting framleiðendanna sjálfra, sem taka áhættuna. — Að lokum, hvert er hlut- verk íslenskrar iðnkynningar og hver eru næstu verkefnin? — Félag íslenskra iðnrekenda, Iðnaðarráðuneytið, Landssam band iðnaðarmanna, Lands- samband iðnverkafólks, Neyt- endasamtökin og Samband ísl. samvinnufélaga hafa tekið saman höndum um að brýna gildi íslensks iðnaðar fyrir þjóðinni. Hafa þau myndað samstarfsvettvang sem hlotið hefur nafnið fslensk iðnkynn- ing og verður fyrsta starfsár iðnkynningarinnar frá septem- ber 1976 til 1. september 1977. Aðalmarkmiðið er að auka sölu á íslenskum iðnvarningi, stuðla að jákvæðari afstöðu al- mennings til íslensks iðnaðar og hvetja íslenska stjómmála- menn og embættismenn til að búa betur að íslenskum iðnaði. Næstu verkefni íslenskrar iðnkynningar er dagur iðnaðar- ins, sem ráðgerður er á nokkr- um stöðum á landinu fyrir ára- mót. Fyrsti dagui’ iðnaðarins verður á Akureyri, síðan á Egilsstöðum, í Borgarnesi og loks í Kópavogi. Þetta verður alhliða kynning á íslenskum iðnaði á þessum stöðum. Eftir áramót verður dagur iðnaðar- ins á fleiri stöðum á landinu. FV 9 1976 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.