Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 91

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 91
AUGLYSING Sportver hf.: KÓRÓIMA - ADAMSON og LEE COOPER Sportver hf. heitir fataverk- smiðjan, sem framleiðir hin þckktu Kóróna og Adamson föt. Nú er bar einnig hafin framleiðsla Lee Cooper sport- fatnaðar. Björn Guðmundsson forstjór; kvað fyrirtækið hafa sýnt fram- leiðslu sína á ýmsum sýning- um fyrr en þeim Sportvers- mönnum hefði verið það sér- stök ánægja að taka þátt í sýn ingunni ÍSLENZK FÖT ’76 vegna þess að nú hefði í fyrsta sinn verið staðið verulega myndarlega að sýningu á fram- leiðslu íslensks fataiðnaðar. Sýningin ÍSLENZK FÖT ’76 var reyndar fyrsta átakið í is- lenskri iðnkynningu, sem á- kveðið er að standi í heilt ár, og hlýtur öllum sem að iðnaði starfa að vera bæði ljúft og skylt að stuðla að framgangi hennar. Hlutverk slíkra sýninga á ís- landi er að sýna hvers ís- lenskur iðnaður væri megnug- ur. Sýningin þjónaði almenn- ingi á svipaðan hátt og stór búðargluggi. Kvaðst Björn vona að þessi kynning reyndist áhrifarík þegar fram liðu stundir. Sportver hf. lagði áherslu á að sýna LEE COOPER línuna. LEE COOPER er langstærsti aðili á dönskum markaði í framleiðslu á gallabuxum og flíkum úr gallabuxnaefnum. Framleiðslugeta fyrirtækisins er mikil og má nefna sem dæmi að 5000 LEE COOPER gallabuxur ena framleiddar á degi hverjum í Danmörku. Sporter hefur einkaleyfi á framleiðslu LEE COOPER á fs- landi. Sportver hf. sýndi að sjálf- sögðu einnig herraföt enda hefur framleiðsla þeirra verið burðarás fyrirtækisins nú á annan áratug. KÓRÓNA fötin þekkja flestir íslendingar af góðri raun og ADAMSON lín- an var sýnd af mikilli prýði á tískusýningunni. Hún er eink- um ætluð ungum mönnum og selst sérstaklega vel. Sportver hf. leggur áherslu á að fram- leiða fct á alla aldursflokka karlmanna. Fataverð er nú nálægt kr. 25.000,- og er bá reiknað með buxum, jakka og vesti. Verðið fer þó eðlilega eftir því, hvaða efni eru í fötunum hverju sinni. Því miður hefur Sportveri hf. ekki tekist að fá islensk hrá- efni til vinnsiu i framleiðslu sína, en von er á að úr því rætist. Öll efni í fataframleiðsl- una eru þar af leiðandi erlend, frá ýmsum aðilum í Evrópu. Framleiðslustjóri Sportvers lif., Ásbjörn Björnsson, er son- ur Björns Guðmundssonar, for- stjóra. Ásbjörn lærði iðn sina FV 9 1976 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.