Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 45

Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 45
Páll Guðmundsson rekur eitt af minni fyrirtækjiunum á sviði auglýsingagerðar. Viðskiptavinir hans eru m. a. Fálkinn og Ferða- skrifstofan Sunna. láta bjóða í auglýsingar. Þetta skapar rugling á markaðnum þannig að auglýsingar leita oft þangað þar sem gildi þeirra er minna,“ sagði Bjarni Grimsson í Gylmi. En stafar óánægja auglýs- ingastofa með þetta ástand þá ekki einungis af því að þóknun þeirra verður minni ef birting- arkostnaður er lægri? Nei, sögðu þeir, sem spurðir voru. Auglýsingastofur vinna yfir- leitt eftir auglýsingaáætlunum, þannig að ef birtingarkostnað- ur verður lægri fást fleiri birt- ingar og þóknunin verður hin sama. Hins vegar hafa blöðin tek- ið þá stefnu að lækka ekki verð- ið tjl auglýsingastofa. Þetta er gert í því skyni að fá fyrirtæki til að ganga framhjá auglýs- ingastofunum og nýta sér þess í stað auglýsingaþjónustu blað- anna frítt. Þannig gætu þau komist framhjá dýrri vinnu auglýsingastofu, sem legðist ofan á birtingarverð. „Það gerir auglýsingastofun- um verulega erfitt fyrir að blöðin bjóða ýmsa þjónustu í sambandi við gerð auglýsinga, sem er innifalin í birtingar- verðinu. En auglýsendur sem eru með auglýsingar gerðar af auglýsingastofum fá engan af- slátt, þó að auglýsingar séu fullunnar," sagði Gísli B. Björnsson. En þessi leið virðist hafa reynst blöðunum vel og orðið til þess að sum þeirra a. m. k. hafa fengið til sín auglýsingar, sem annars hefðu lent annars staðar eða þá alls ekki orðið til. Jafnframt hefur hún kynt undir köldu stríði milli aug- lýsingastofa og sumra blað- anna. „Mörgum blöðum er hrika- lega illa við auglýsingasíöfur,“ sagði Bjarni Grímsson, „vegna þess að það hefur sýnt sig áð þegar fyrirtæki hefur farið að skipta við auglýsingastofur þá hefur stórlega dregið úr dag- blaðaauglýsingum þess. Blöðin hafa alltaf átt auðvelt með að ná auglýsingum beint frá fyrir- tækjunum, þar til auglýsinga- stofur og fagfólk kemur inn í myndina. Þá verða auglýsinga- birtingar markvissari og við- skiptin við dagblöðin, nema Morgunblaðið og Dagblaðið minnka. Fjármagnið fer þess meira til sjónvarps, sérrita, Morgunblaðsins og Dagblaðsins (sumir auglýsingamenn nefndu Vísi). Önnur blöð lokast af nema vegna sérstakra kringum- stæðna.“ VANTAR UPPLAGSEFTIRLIT Svar sumra auglýsingastjóra blaða er hins vegar það að aug- lýsingastofur hafi ekki nokkurt vit á mikilvægi og útbreiðslu einstakra fjölmiðla. Og víst er að í samtölum Frjálsrar verzl- unar við forsvarsmenn helztu auglýsingastofanna komu fram mjög mismunandi sjónarmið varðandi þetta atriði. „Enginn fjölmiðill er áhrifa- ríkari en annar og því þarf sam- spil hinna ýmsu fjölmiðla til að auglýsingaherferð takist vel,“ sagði Gísli B. Björnsson. Hvar auglýst er í hvert skipti fer eftir því við hvern verið er að tala. Þar koma inn í þættir eins og aldur hans, kyn, starf, búseta o. fl., en leiðarljósið er að velja bestu og ódýrustu leið- ina. í sjónvarpi er ágætt að aug- lýsa, en sjónvarpsauglýsingar byggjast upp á því að vera stuttar og laggóðar og oftast þarf að koma ítarlegri upplýs- ingum til skila í blaði eða tíma- riti. í dag er ekki nægilegt að auglýsa í einu sterku blaði heldur verður að koma til sam- spil fleiri blaða og hafa síð- degisblöðin styrkst mjög að þessu leyti,“ í svipaðan streng tók Ólafur Stephensen. „Það hefur sýnt sig að pláss er fyrir bæði Dag- blaðið og Vísi. Ég spái því að þau eigi eftir að byggja upp hvort sinn karakter, sem á eft- ir að styrkja þau heldur en hitt,“ sagði hann. „Það fer eftir því hvað verið er að selja hvaða miðill er not- aður. Sjónvarp og Morgunblað- ið eru áhrifaríkust. Sérrit hafa ekki verið eins viðurkenndur miðill og þau ættu að vera, en eru sterkur vettvangur til að ná til þeirra hópa, sem þau höfða til. Siðdegisblöðin eru hins vegar léleg og því fæst lélegur árangur af að auglýsa í þeim,“ sagði Gunnar Gunnars- son hjá Auglýsingaþjónustunni. Þetta lýsir í hnotskurn því vandamáli sem skortur á upp- lagseftirliti hefur valdið aug- lýsingastofunum. Tilraun Verzl- unarráðs íslands til að koma á full-komnu upplagseftirliti rann út í sandinn og nú hafa aug- lýsingastofurnar tekið sig sam- an um að fá Hagvang hf. til að FV 3 1978 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.