Frjáls verslun - 01.07.1978, Qupperneq 22
adutan
Holland - hápróað iðnaðarland
og miðstöð heimsverzlunar
Frjáls verzlun heim-
sótti Holland fyrir
skömmu og átti þess
kost að kynnast á-
standi í atvinnu- og
efnahagsmálum Hol-
lendinga auk þess
sem nokkur fyrirtæki
voru skoðuð
Þeir köliuðu þennan hluta af
landareign sinni Niðurlönd, ein-
hverjir greifarnir suður í Burgundy
í Frakklandi, sem áttu vænan part
af Vestur-Evrópu fyrr á öldum. Þá
var Holland eins og nokkurs kon-
ar útengjar, niðri í flæðarmálinu.
Og það má með sanni segja, að
Holland standi í fjöruborðinu, því
að meir en helmingur landsins
lægi undir sjó, ef ekki nyti við
flóðgarða, sem hefta innrás sjáv-
aröldunnar og óbundna framrás
stórfljóta Evrópu, sem þarna líða
fram sinn hinzta spöl.
Holland er tæpir 34 þúsund fer-
kílómetrar eða um einn þriðji af
stærð íslands. Og landið stækkar
stöðugt, því að enn er verið að
endurheimta land frá Ægi kon-
ungi. Síðan um aldamót hafa 2400
ferkílómetrar af sjávarbotni verið
þurrkaóir uþþ og nytjaðir. Lang-
mestur hluti Hollands er ræktað
land eða beitilönd fyrir kvikfénað.
Ibúafjöldi í Hollandi er tæpar 14
milljónir. Og miðað við stærð
landsins búa um 400 manns á
hverjum ferkílómetra, sem er
hæsta hlutfall í heiminum. Meir en
40% þjóðarinnar búa í tveimur
héruöum, Norður- og Suður-Hol-
landi, þar sem m. a. er að finna
þrjár stærstu borgir landsins;
Amsterdam meó 740 þús. íbúa,
Rotterdam með 600 þús. íbúa og
Haag með tæplega 500 þús. íbúa.
Lega landsins
Holland liggur á milli Norður-
landanna og rómönsku landanna
sunnar í álfunni. Leiðin milli Bret-
Það eru aðeins um 7% vinnufærra manna í Hollandi, sem starfa við landbúnað og fiskveiðar. Vegna
útfærslu fiskveiðitakmarka og kvótaákvæða um veiðar tiltekinna fisktegunda hafa geysileg vandamál
skapazt hjá hollenzkum fiskimönnum. Ríkisstjórnin hefur styrkt þá til að selja skip sín úr landi til að
koma á betra jafnvægi í fiskveiðimálum.
22