Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 24

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 24
fyrirtæki í byggingariðnaði starfa á heimavelli þó að þau taki að sér verk erlendis ef um það er beðið. Fyrirtæki í stíflugerö og áveitu- framkvæmdum eða vegagerð eru hins vegar önnum kafin í öllum heimshornum við að grafa nýja skipaskurði, byggja hafnir, áveitu- kerfi, flugvelli og vegi. Skipaútgerð Augljóslega hefur lega Hollands svo miðsvæðis í V.-Evrópu og löng verzlunarhefð gert Hollendinga að forystuþjóð í skipaútgerð og sam- göngum á sjó. Kaupskipaflotinn er um 5 milljón brúttótonn og er hinn 14. í röðinni af flotum helztu sigl- ingaþjóða. Eftir heimsstyrjöldina hafa risið upp fjölmörg skipafélög, sem stunda áætlunarferðir um öll heimsins höf. Farmskip eru um 51% af hollenzka kaupskipaflot- anum en tankskip til flutninga á olíu og gasi eru 49%. Er þá miðað við tonnafjölda. Rotterdam og Amsterdam, sem eru stærstu hafnarborgir í Hollandi, eru mikil- vægar umskiþunarhafnir fyrir vör- ur, sem berast eiga til Mið-Evrópu eða eru sendar þaðan lengra út í heim. Til Rotterdam komu í fyrra 32 þúsund skip, samtals um 183 milljón tonn að stærð. Fyrir 50 ár- um voru skipin, sem til hafnarinnar komu 15 þús. og samtals 25 þús. brúttótonn. Rotterdam er nú stærsta höfn í heimi. Það er opin leið úr höfninni út í Norðursjóinn Amsterdam, höfuðborg Hollands. I landinu búa nærri 14 milljónir manna, sem njóta llfskjara á borð við það bezta, sem þekkist. Þjóðartekjur eru um 233 milljarðar gyllina. Verkamaður hefur um 26.000 gyllini í árslaun en gengið á hverju gylllni er 120 kr., þegar þetta er skrlfað. Kennarar myndu hafa 36 þús. gyllini í árslaun og forstöðumenn fyrirtækja 70— 80 þús. Af launum sínum þarf kennarinn að greiða um 35% í opinber gjöld. Húsaleiga kostar frá 200 gyllinum á mánuði og upp í 1200 fyrir 5 herbergja íbúð, en nauðsynjavörur fyrir fjögurra manna fjölskyldu 600— 800 gylllni á mánuði. Ódýrir fjölskyldubílar kosta 10 þús. gyllini og smáíbúðarhús 250— 500 þús. gyllini. 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.