Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 31

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 31
prentun og gimsteinaslípun en gimsteinaiönaðurinn er í nágrenni Amsterdam og þar er hægt aö fá gimsteina frá 1/100 karöt upp í 100 karata. Iðnvæðing á fullri ferð. Hollendingar gera sér grein fyrir að efling iðnaðarins er eina raun- hæfa leiðin til að skapa aukin at- vinnutækifæri fyrir ört vaxandi þjóð. Um árabil hafa hollenzk stjórnvöld því reynt að skapa sem hagstæðust skilyrði fyrir iðnfyrir- tækin. Árangurinn kemur meðal annars fram í því, að síðan 1945 hafa verið stofnsett fjöldamörg ný iðnfyrirtæki, þar á meðal 972 dótt- urfyrirtæki erlendra iðnfyrirtækja. Síöan 1938 hefur framleiösla í hollenzkum iðnaði aukizt um 590% og afköst hvers iðnverkamanns um 226%. Þessi þróun heldur enn áfram. Miðað við vísitöluna 100 1970 er framleiðslan nú 126 og framleiðni 147. Hlutdeild iðnaðarvöru í heildar- útflutningi Hollendinga er um 83%. Þessi tala sýnir, að gagnstætt því sem margir halda, er Holland ekki fyrst og fremst landbúnaðarland heldur iðnaðarríki, sem á tilveru sína mjög undir iðnaðarfram- leiðslu. Um 38% af þjóðartekjum Hollendinga koma frá iðnaði, þar á meöal námaiðnaði og byggingar- iðnaði, og um þriðjungur allra vinnandi manna hefur atvinnu sína af iðnaði. Launagreiðendur Kynnið yður skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreiðendum að gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaðar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til gerðu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar PÓSTGÍRÓSTOFAN Ármúla 6, Reykjavík Sími 86777. 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.