Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 32

Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 32
„Lág fargjöld á Islandi hindra endurnviun flnnvéla"_______ Rætt við fulltrúa Fokker-verksmiðj- anna um viðskipti við ísland og smíði flug- véla þeirra, sem hafa verið mjög eftirsóttar til flugs á stuttum og meðallöngum vega- lengdum Flugvélaverksmiðjur Fokker- VFW í Hollandi, sem er eitt af fyr- irtækjum þýzk-hollenzku sam- steypunnar VFW-Fokker, hefur verið eitt þekktasta fyrirtækið í flugvélaiðnaði í hálfa öld. Núna nýtur fyrirtækið áberandi sér- stöðu í flugvélasmíði, því að það hefur sérhæft sig í framleiðsiu á farþegaflugvélum fyrir stuttar og meðallangar flugleiðir. Hollenzku verksmiðjurnar, sem stofnsettar voru árið 1919 af Anthony Fokker, en hann er nú látinn, höfðu þegar hlotið alþjóð- lega viðurkenningu á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þriðja ára- tugnum og þeim fjórða ávann fyr- irtækiö sér enn meiri frægð fyrir allmargar nýjar tegundir flutn- ingavéla. Fokker-verksmiðjurnar gegndu ekki síður mikilvægu hlut- verki í smíði herflugvéla. Þá er vert að minnast þess, að margar flug- vélar, sem notaðar voru til fyrstu flugferða yfir hafsvæði og til könnunarferöa um afskekkta heimshluta, voru smíðaðar hjá Fokker. Þannig var um vélina, sem Charles Kingsford Smith flaug yfir Kyrrahafið og var þar með fyrstur manna til að fara þá leiö í loftinu. Richard Byrd varð fyrstur til að fljúga yfir Norðurpólinn. Hann flaug lika vél frá Fokker. Þaö var Amelia Erhardt, sem fyrst allra kvenna stýrði flugvél yfir Atlants- hafið og það var einnig Fokker. Árið 1930 voru um 30% alls flugvélaflota Evrópu, sem notaður var til almennra flutninga, fram- leiddur hjá Fokker-verksmiðjunum í Hollandi. Fokker Friendship slær í gegn Snemma á sjötta áratugnum fengust Fokker-verksmiðjurnar við smíði á ýmsum gerðum smáflug- véla en jafnframt var hafizt handa um hönnun á tveggjahreyfla skrúfuþotu, F-27, sem þekkt er undir nafninu Fokker Friendship og er nú m. a. eitt helzta sam- göngutækið íförum milli fjarlægari staða hér innanlands. Markmiðiö með framleiðslu Fokker F-27 var aö fylla tómarúm, er skapaðist þegar aldurinn færðist yfir DC-3 Douglas Dakota og þær voru smám saman teknar úr notkun. Þetta hefur vissulega gerzt hér á landi eins og svo víða annars staðar úti í heimi. Rúmum tuttugu árum eftir að framleiðsla á F-27 hófst, en það var árið 1957, eru vélar af þessari Fullgerður búkur af F-27 „í loftlnu“ í samsetnlngarverksmiðjunnl vlð Schiphol-flugvöll. 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.