Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 37
Nútíminn á Schiphol-flugvelli. Nýja flugstöðin og flugturninn íbaksýn. Flutningaþota af gerðinni Boeing 747, „gleypir í sig“ hvern vörufarm- inn af öðrum. Fyrir mörgum áratugum var Schiphol-flugvöllur eln helzta miðstöð flugsamgangna í Evrópu, sem voru í frumbernsku. Fyrsta áætlunar- flugið á vegum hollenzka flugfélagsins KLM var farið til London árið 1920. Það var í tvíþekju, oplnni vél, sem hafði sætl fyrir tvo farþega auk flugmanns. ákvörðunarstaðar með flugi og bíl í tengslum við það. Þetta gerist til dæmis þannig að vörur, sem kom- ið er í einn sameiginlegan flug- vélarfarm í Bandaríkjunum til að lækka flutningskostnaðinn, eru skildar í sundur á flugvelli í Evrópu eins og Schiphol. Hluti af sending- unni getur verið til Hollands. Þær eru þá teknar frá og sendar með vöruflutningabíl. Afgangurinn af sendingunni á að fara til annarra ákvörðunarstaöa í Evrópu og eru þær vörur sameinaðar öðrum sendingum til að mynda heilan flugvélafarm á einn tiltekinn stað. Um sumar vörur gildir hins vegar, að ódýrara er að senda þær lengri vegalengdir með vöruflutningabíl, frá Schiphol til Mílanó, svo dæmi sé tekið. Til þess að geta afgreitt slíkar sendingar með sem mestum hraða og öryggi eru nú reknar tvær meiriháttar vöruflutninga- miðstöðvar fyrir bíla á Schiphol-- flugvelli. önnur fyrirtæki hafa tekið að sér að koma vörum alla leiö heim að dyrum viðtakenda og sækja jafnframt sendingar til þeirra, sem síöan fara um Schip- hol-flugvöll til fjarlægra ákvörðun- arstaða. Ný miðstöð fyrir flugfrakt var tekin í notkun á Schiphol-flugvelli árið 1967 og er þar vörugeymslu- rými upp á 18 þús. fermetra og með níu hæða skrifstofuhúsi enda hafa 50 flutningafyrirtæki aðsetur á vellinum. Síöan hafa bætzt við rúmir 20 þús. fermetrar af geymsluplássi og sýnir það glöggt hve ör þessi þróun hefur veriö. Aukningin í vöruflutningunum hefur verið 10—12% á ári og mest ber á flutningum til Bandaríkjanna og frá þeim og einnig milli Hol- lands og Austur-Asíulanda. Síö- ustu árin hafa vöruflutningar í lofti til Mið-Austurlanda farið mjög vaxandi og er ástæöan sú, að sendingar með skipum hafa beðiö afgreiðslu mánuðum saman þar syðra vegna lélegrar aðstöðu í höfnum. Sjóorusta háð á Schiphol á 16. öld Flugstöðin á Schiphol-flugvelli var formlega tekin í notkun árið 1967. Hún hefur sett nútímalegt svipmót á flugvallarsvæðið og þar er ys og þys allan sólarhringinn. Alls hafa 350 fyrirtæki einhverja starfsemi þar og veita um 24 þús. manns vinnu. Það eru 54 flugfé- lög, sem hafa viðkomu á Schip- hol-flugvelli og tengja Holland þannig viö 150 borgir í 80 löndum. Um 140 þús. lendingar og flugtök fara nú fram á hverju ári á vellin- um. Og þess má að lokum geta, að á flugvallarsvæðinu má sjá glöggt dæmi þess, hvernig Hollendingar hafa sótt land í greipar Ægis því að árið 1573 var háð sjóorusta, þar sem flugvöllurinn stendur nú. Þar áttust við skip úr Spánarflota og skip prinsins af Óraníu. Flugvöllur hefur veriö starfræktur þarna í 56 ár og var í fyrstu lent á grasi. Árið 1937 var búið að malbika flug- brautakerfi vallarins og var hann þá annar fullkomnasti flugvöllur í Evrópu að þessu leyti. Hinn mal- bikaði völlurinn var í Stokkhólmi. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.