Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 39

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 39
Ylræktarver á íslandi enn til athununar Voskamp en Vrijland framleiðir gróður- húsasamstæður til útflutnings og eru stærstir í þeirri grein af hollenzkum fyrir- tækjum Flesta rekur áreiðanlega minni til þess að fyrir tveimur árum var í undirbúningi að setja á stofn yl- ræktarver til að rækta krys- anthemumgræðlinga í nágrenni Reykjavíkur eða annars staðar sem henta þætti. Áður en hag- kvæmnishliðin hafði verið fuli- könnuð upphófst reyndar mikil barátta Hvergerðinga fyrir því að fá þennan rekstur enda þótt skii- yrði öll þættu betri í nágrenni Reykjavíkur. Þaö voru hollenzkir aðilar, sem höfðu áhuga á að taka upp sam- starf við íslenzkt félag, sem um þennan rekstur yrði stofnað. Þar komu m. a. við sögu borgaryfirvöld í Reykjavík, Flugleiðir og fyrirtækið Heimilistæki, en það hefur umboð fyrir Philips-verksmiðjurnar hol- lenzku, sem meðal annars fram- leiða lampa til lýsingar í gróður- húsum. Þessu máli hefur verið frestað um sinn, þar sem í Ijós kom að afkoma ylræktarversins hefði ekki orðið jafngóð og í fyrstu var talið. En málinu er samt haldið vakandi. Það var fyrirtækið Voskamp en Vrijland í Hollandi, sem ætlaði að reisa ylræktarverið, en þetta fyrir- tæki hefur mikla reynzlu við gerð gróðurhúsa og hefur fengið verk- efni víöa um heim. Afhenda fullgerð gróðurhús með öllum búnaði Voskamp en Vrijland er rúmlega Ylræktarver, sem Voskamp en Vrljland hefur reist í Hollandi. Gróður- húsin eru geysistór og sjálfvirkur búnaður stjórnar hita og vökvun. 25 ára gamalt fyrirtæki. Fyrir stríö- ið var efni til gróðurhúsagerðar fengið sitt úr hverri áttinni, en að ófriðnum loknum átti sérstað mikil endurnýjun, sem Voskamp en Vrijland tók þátt í. Þeir Vrijland, sem var trésmiður, og sölumaður- inn Voskamp, höfðu þá stofnsett 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.