Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 50
Bolslíkjör úr margbreyti-
lenum hráetnum__________
Öbreyttur verkamaöur í Amster-
dam, Lucas Bols aö nafni, tók þá
ákvöröun 1575 aö reyna nú sjálfur
aö hefja eigin atvinnurekstur.
Hann vann þá hjá líkjöraframleið-,
anda í Amsterdam, og ákvað að
reyna fyrir sér í þeirri grein.
„Aemstelredam" eins og borgin
hét þá, var þegar á þessum tíma
orðin mikil verzlunar- og iönaðar-
borg og Lucas Bols taldi framtíð-
arskilyrði sín í borginni hin beztu.
Við fábrotnar aðstæður byrjaði
Lucas Bols að búa til líkjöra, sem
boriö hafa hróður hans um víða
veröld. Því til viðbótar hóf Lucas
að vinna maltvín úr byggi, rúgi og
maís. Og með því að eima þetta vín
meö berjum fékk hann gintegund,
nefnda sjenever, sem þótti ó-
brigðult meðal gegn margs konar
krankleika.
Með árum og öldum sem liðið
hafa síðan Lucas Bols hóf at-
vinnurekstur sinn, hefur Bols fyrir-
tækið sett á fót verksmiðjur víða
erlendis, en samvinna hefur líka
verið tekin upþ við erlendar verk-
smiðjur um framleiðslu á Bols vör-
um fyrir viðkomandi markaðs-
svæði. Þannig eru Bols tegundir
framleiddar, eða settar á flöskur í
29 löndum.
Upphaflega var vínandi eimaður
úr léttvínum, en talið er að seint á
14. öld hafi menn uppgötvað, að
vínanda mátti fá úr korni, og í Hol-
landi var kornið auðfengnara og
ódýrara að sjálfsögðu en vínber.
Því upphófst mikil samkeppni
þeirra sem eimuöu úr korni, og
hinna sem fluttu inn áfengi frá
Frakklandi.
Lucas Bols hafði byrjað að laga
líkjöra seint á 16. öldinni. Upp-
skriftum var haldið leyndum og
gengu þær mann fram af manni,
frá föður til sonar.
Um leið og hollenzk kaupför
sigldu stöðugt lengra út á heims-
höfin til fjarlægustu landa og
komu heim með nýjar tegundir
krydds, hýðis og ávaxta, gátu af-
komendur Lucas Bols vandað æ
meira til líkjöranna sinna, og gert
þá bragðbetri.
Á ferðum sínum höfðu hol-
lenzkir sæfarendur sjenever og
líkjör um borð til hressingar og til
lækningar. Þannig urðu þessar
vörur þekktar um heim allan.
Hráefnin í líkjörana eru mjög
margbreytileg, grös, fræ, hýði eða
ávextir. Færir líkjörsbruggarar
geta endalaust boðið upp á nýtt
bragð, ilm eða lit. Hráefnin eru
ræktuð á Spáni, í írak, í Vestur--
Indíum eða í Mið-Evrópu. Til eru
líkjörar, sem eru samsettir úr 30
mismunandi tegundum hráefna.
Þess má að lokum geta, að ný-
lega er hafin sala hjá Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins á nýrri
sjenevertegund frá Bols, sem
nefnist Jonge. Þessi sjenever er
ekki nema 35% að styrkleika og
hefur hann notiö mikilla vinsælda
hjá ungu fólki í Hollandi, sem
fremur kýs að nota hann í blöndu
með gosdrykkjum, en sterkari teg-
undir eins og vodka.
50