Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 53

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 53
Sala van Toor á tunnum til ís- lands hefur verið í lágmarki und- anfarin ár, nánast aöeins sýnis- horn. Hann sagði að vegna þeirra samninga, sem íslendingar heföu átt við Portúgala um viðskipti, og óhagstæðan viðskiptajöfnuð Portúgala í þeirri mynd, heföi komið til álita að van Toor fyrir- tækið setti upp verksmiðju í norð- urhluta Portúgals, þar sem fram- leiddar yrðu síldartunnur úr inn- lendu hráefni fyrir íslandsmarkað. Hollenzka sendiráðið í Lissabon hefði þegar athugað þetta mál og portúgölsk stjórnvöld væru mjög hlynnt því aö eitthvað meira gerð- ist einkanlega vegna þess að á því svæði, þar sem fyrirhugað hefði verið að reisa verksmiðjuna, væri alvarlegt atvinnuleysi. „Aðilar á íslandi hafa persónu- lega sagt, að þetta væri áhugavert, en halda svo áfram að verzla við Norðmenn. Frumkvæðið í málinu verður nú að koma frá íslending- um sem kaupendum síldartunn- anna,“ sagði van Toor. Hann tók fram, að portúgalski viðurinn væri úrvalsefni í síldar- tunnur, ef rétt væri með hann far- iö. Norömenn hefðu reynt að smíða síldartunnur úr portúgalskri furu, en ekki tekizt það. Hins vegar hefði fyrirtæki hans reynslu í þessum efnum og gæti tryggt fyrsta flokks vöru. Verksmiðjan heima í Hollandi gæti veitt bak- tryggingu vegna samninga um tunnufjölda í því tilfelli að smíðin í Portúgal gengi ekki eins og til væri ætlazt. Sagði van Toor að hann gæti séð íslenzkum síldarsaltend- um fyrir 200 þús. tunnum á ári ef því væri að skipta. En til þess aö hrinda aðgerðum í Portúgal af stað yrði að koma trygging frá ís- landi um kaup. Tunnuverksmiðja van Toor var stofnuð árið 1903 og var það afi núverandi forstjóra, sem reið á vaðið. Að undanförnu hefur síld- veiðum Hollendinga farið mjög hrakandi og er tunnusmíði fyrir heimamarkað því í lágmarki. Hefur van Toor því lagt aukna áherzlu á framleiðslu annarra umbúöa úr tré. Van Toor lítur á handverk beyklslns í verksmiðju slnnl í Vlaardlngen. STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- ciginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efna- hagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð fslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Simi 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sími 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 0 KAUPMANNASAMTÖK fSLANDS Marargötu 2. Sfmar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umboðssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPA1ANNA TJARNARGÖTU 14 — REYKJAVlK — SlMI 10630. 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.