Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 58

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 58
damhöfn er boðið upp á allar full- komnustu tækninýjungar við lest- un og losun skipa og þar eru birgðageymslur fyrir alla vöru- flokka. Málmgrýti er þar geymt í miklu magni, einnig korn og olía. Rotterdam er dreifingarmiðstöð fyrir erlend fyrirtæki, sem eiga við- skipti við Evrópu. Skip koma þangað úr öllum áttum, m. a. dag- lega frá Hong Kong eða Shanghai. í fyrra fóru 288.1 milljón tonn af flutningi um höfnina, þar af 148.5 milljón tonn af óunninni olíu. Þrjú hundruð mismunandi áætlunar- ferðir eru farnar frá Rotterdam, en ferðafjöldinn var 13 þús. alls í fyrra. Af almennri frakt fóru 27.6 milljón tonn um Rotterdam. Stórar gámamiðstöðvar Flutningar með gámum námu 9.5 milljón tonnum og voru gám- arnir alls 816 þúsund, sem losaðir voru og lestaðir í gámamiðstöðv- um Rotterdamhafnar, þar af 537 þús. í gámastöðinni Europe Con- tainerTerminusog 175 þús. íþeirri næststærstu, Multi Terminals. Árið 1976 komu 32 þúsund skip frá meira en 95 löndum til Rotter- dam og staða Rotterdam sem flutningamiðstöðvar styrkist stöð- ugt. Á árabilinu 1950—1975 jókst flutningamagnið með skipum í heiminum um 490%, úr 525 milljón tonnum 1950 í 3100 milljón tonn 1975. Á sama tíma jókst flutningur um Rotterdam úr 30 milljón tonn- um 1950 í 273 milljón tonn 1975 eða um 810%. Miklir möguleikar eru til frekari aukningar í Rotter- dam og margs konar iðnaður hef- ur risiö upp í tengslum við höfnina og leggja borgaryfirvöld áherzlu á að skapa meiri möguleika á því sviði. í samtali okkar við Meyerink vik- um við að lokum að þeirri gagn- rýni, sem við heföum orðið varir við á íslandi, um að oft drægist að fá vörur sendar heim með skipum Eimskipafélagsins og hefði þetta meðal annars komiö fram hjá bíla- framleiðendum. Hann benti á aö mest af evrópsku bílunum færi um höfnina í Antwerpen í Belgíu á leið til Islands, en hins vegar þekkti hann vel til þessara mála. Hann sagði, að framleiöendur sendu iðulega skeyti til íslands um að vara væri tilbúin að fara um borð í skip, t. d. bílar, meöan þ eir væru enn í verksmiðjunni. Bílafram- leiðslan hefði yfirleitt gengið á eftir áætlun hjá evrópskum framleið- endum að undanförnu. í Rotter- dam stæðu málin líka stundum þannig, að þangað kæmu algjör- lega fyrirvaralaust 60—70 bílar, sem fara ættu með skipi áfram til íslands. Fullyrða mætti, að þeir biðu aldrei meira en hálfan mánuð eftir flutningi. Ef eitthvað biði að ráöi væru send sérstök skip til að hreinsa upp og þannig væru send skip sérstaklega eftir bílum til Ant- werpen, ef svo stæði á. Frá höfninni í Rotterdam. 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.