Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 65

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 65
Grundarfjörður heppilegur fyrir fiskimiölsverksmiðiuna — segir Árni Emils- son, sveitarstjóri í Grundarfirði „Frá fornu fari er samband okkar fyrst og fremst við Stykkis- hólm þrátt fyrir að styttra sé að sækja til Ólafsvíkur. Þetta á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess að tiltölulega stutt er síðan vega- samband komst á fyrir Búlands- höfða til Ólafsvíkur. Þess vegna voru samskipti okkar áður fyrr nær því öll við Stykkishólm," sagði Árni Emilsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, er Frjáls verzlun ræddi við hann fyrir skömmu. „Þetta samband er margvíslegt, bæöi í menningarlegu tilliti og at- vinnulegu. Viö fáum hingaö iön- aðarmenn úr Hólminum, járnsmiöi og aðra. Þangað sækjum viö einnig læknisþjónustu. Hingað kemur læknir þrisvar í viku og er- um við nokkuð sáttir við það. Atvinna hér er öll við fisk og aftur fisk. Hér eru eitthvaö um 4 stöövar og öll atvinna hér snýst í kringum þetta. Okkur þykir nauðsynlegt að efla atvinnulífið hér á einhvern hátt og til dæmis viljum viö, eins og aðrir hér á Nesinu, fá fiskimjöls- verksmiðjuna, sem svo mjög hefur verið talaö um. Rætt hefur verið um það að aðeins ein fiskimjöls- verksmiðja veröi á Snæfellsnesi og teljum við Grundarfjörö heppi- legasta staðinn fyrir slíkt fyrirtæki. Þeir í Hólminum hafa gefið okkur þetta eftir og vilja standa að upp- byggingu verksmiöjunnar hér, en Ólafsvíkingar vilja gjarnan fá þessa verksmiðju líka og það er mál, sem úr verður aö leysa. Við teljum Grundarfjörð hafa það framyfir Ólafsvík í þessu máli aö hér er hafnaraðstaða miklu betri en í Ólafsvík. Þar geta djúpsigld skip ekki komist inn, en hér geta skip af öllum stærðum rennt að. Það er sem sagt fyrst og fremst sjórinn sem við byggjum okkar at- vinnu á hér á Grundarfirði. Iðnað- ur getur ekki talist hér nema í sáralitlum mæli og hér er enginn fíniðnaður. Fólksfjölgun hefur orðið hér töluverð og því hefur sveitarfélag- ið reynt að leysa úr húsnæðis- skorti með byggingu leiguíbúða. í svipinn erum við með átta slíkar í takinu. Vöruhúsið HÓLMKJÖU HF. StyhkishnÍMni — sitnar 03-8304 8308 KAUMHMt: \llttv islnnshar afuröir SMJMAMt: tinrnrörur. — iXtjlentÍMrörur. Uefnaðarrörttr. — littsaltöltl. Fatnað. —Mtiíföntj. — Síttlurft ústtrvksíur - — KJÖT- OG FISKBÚÐ — 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.