Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 6

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 6
áfangar Brynjólfur Sigurðsson, hefur verið settur hagsýslustjóri við fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins um tveggja og hálfs árs skeið. Brynjólfur er fæddur 1. maí 1940 á ísa- firöi. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla ís- lands 1961, og kandidat úr viðskiptadeild Há- skóla íslands 1965. jverzlunarháskólanum íKaupmannahöfn var Brynjólfur við kennslu- og rannsóknarstörf um þriggja ára skeið, frá 1965—68. Starfaði hann síðan fyrir verzlunarmáianefnd á vegum við- skiptaráöuneytisins í tvö ár, 1968— 70. Lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands varð hann 1970, og síðar dósent við sömu deild, unz hann var settur hagsýslustjóri en Gísli Blöndal, sem gegnt hefur starfi hagsýslu- stjóra hefur fengið leyfi frá störfum til að hefja störf við alþjóða gjaldeyrissjóðinn í Washing- ton. Brynjólfur sagði, að hann sem hagsýslustjóri mundi starfa fyrst og fremst að undirbúningi fjárlaga og vinna að ýmsum athugunum á starfsemi ríkisstofnana með það fyrir augum að bæta rekstur þeirra. Tekur Brynjólfur á ný við dósentstöðu við Háskólann er hann hefur gegnt störfum hagsýslustjóra í tvö og hálft ár. Júlíus Sæberg Ólafsson, tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf., eða frá 1. september s. I. Hann sagði í samtali, að hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefði umsjón með öllum dagleg- um rekstri þess, þar með töldum fjármálum, innkaupum, starfsmannahaldi og sölu svo eitt- hvað sé nefnt. Kristján Ó. Skagfjörð hf er fyrirtæki, sem starfar á mörgum sviöum. Innan þess eru fimm deildir, matvörudeild og veiðarfæradeild, sem eru stærstu deildirnar, byggingavörudeild, tölvudeild og véladeild. Kristján Ó. Skagfjörð hf. veitir u. þ. b. 60 manns atvinnu. Júlíus S Ólafsson er fæddur 20. marz 1943 á ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1964 og prófi úr við- skiptafræðideild Háskóla íslands í maí 1969. Að loknu háskólanámi hóf Júlíus störf hjá Félagi íslenzkra stórkaupmanna og Bílgreina- sambandinu, sem framkvæmdastjóri. Við það starfaði hann frá 1969—1977, en 1. okt. 1977 tók Júlíus við starfi skrifstofustjóra hjá lön- lánasjóði, og starfaði þar í tæplega eitt ár, eða þar til hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.