Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 36

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 36
Pepsi skákar Coke Markaðshlutdeild Pepsi í Bandaríkjun- um hefur farið úr 15% í 22% á fimm árum I hálfa öld hefur Coca-Cola Co. verið svo til einrátt á gosdrykkja- markaði um víða veröld og hefur ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af keppinautum sínum. Nafnið Coce varð samheiti fyrir alla á- þekka drykki. Svo ráðandi varð Coce á markaðnum að eitt helzta vandamál fyrirtækisins hefur ver- ið að vernda nafnið gegn því að útjaskast af slíkum almennum notum. Nú örlar loks á verulegri ógnun. Pepsi-Cola, sem líka er gamal- kunnugt merki á þessum markaöi, stefnir að því að fara upp fyrir Coce á heimamarkaði í Bandaríkj- unum og einnig á mörkuðum er- lendis. ,,Við ætlum ekki að bola Coce út úr viðskiptum", sagði John Scully, 38 ára gamall forstjóri Pepsi-Cola Div. íblaðaviðtali nýlega. „Samttel ég að við getum tekið forystuna og það verði rúm fyrir bæði fyrirtæk- in“. Aukið sjálfsálit Bilið milli þessara tveggja gos- drykkjaframleiðenda er að sönnu breytt. Coce ræður um 34% af öll- um gosdrykkjamarkaði vestan hafs og 55% af alþjóðlega mark- aðnum. En þeir hjá Pepsi hafa ástæðu til að vera bjartsýnir og Coce-mennirnir mega gæta að sér. I fyrra varð magnaukning hjá Pepsi um 11 % en 7,3% hjá Coce. Á síðustu fimm árum hefur mark- aðshlutdeild Pepsi á Bandaríkja- markaði vaxiö úr 15% í 22%. Þetta Barizt í návígi. hefur aðallega gerzt á kostnað lít- illa gosdrykkjaframleiðenda. Sjálfsálit Pepsi-manna jókst líka til muna viö það að sala fyrirtækja- samsteypu Pepsi fór fram úr Coce. Þó að Pepsi-Cola vegni vel um þessar mundir, hefur ferill fyrir- tækisins ekki verið einn samfelldur dans á rósum. Á fimmta áratugn- um, þegar matvælafyrirtæki á neytendamarkaði spjöruðu sig yf- irleitt mjög vel, var Pepsi hættu- lega nærri því að fara á hausinn. Á sjötta áratugnum bauö Pepsi að- eins upp á eina vörutegund í Bandaríkjunum einum saman meðan Coce haslaði sér völl á er- lendum mörkuðum og styrkti sig heima fyrir með nýjum gos- drykkjategundum. Á þar næsta áratug hóf Pepsi að kaupa upp ýmis konar fyrirtæki og hefur nú nýlega fest kaup á veitingastaða- keðjum. Rekstur veitingastaðanna er meðal þeirra atriða, sem for- ráðamenn Pepsi leggja nú höfuð- áherzlu á í samkeppninni við Coce. Fyrst og fremst er þó ætl- unin að bæta markaðsstöðu Pepsi-Cola gosdrykkja í Banda- ríkjunum. Talsmenn Pepsi segjast hafa náð forystu fram yfir Coce í sölu gosdrykkja í matvöruverzlun- um og nú liggi fyrir áætlanir um að keppa við Coce, þar sem það fyr- irtæki stendur traustustum fótum, þ.e.a.s. í sölu úr gosdrykkjavélum á veitingastöðum og í sjálfsölum. Stór stund í Sovét Hjá Pepsi tala menn um að söluaukning utan Bandaríkjanna verði 20 til 25% á þessu ári. Coca-Cola hefur lengi haft tang- arhald á markaðnum í N/estur- Evrópu. Umsvif þess þar hófust á fjórða áratugnum og jukust mikið í seinni heimsstyrjöldinni. Pepsi átti 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.