Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 36
Pepsi skákar Coke Markaðshlutdeild Pepsi í Bandaríkjun- um hefur farið úr 15% í 22% á fimm árum I hálfa öld hefur Coca-Cola Co. verið svo til einrátt á gosdrykkja- markaði um víða veröld og hefur ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af keppinautum sínum. Nafnið Coce varð samheiti fyrir alla á- þekka drykki. Svo ráðandi varð Coce á markaðnum að eitt helzta vandamál fyrirtækisins hefur ver- ið að vernda nafnið gegn því að útjaskast af slíkum almennum notum. Nú örlar loks á verulegri ógnun. Pepsi-Cola, sem líka er gamal- kunnugt merki á þessum markaöi, stefnir að því að fara upp fyrir Coce á heimamarkaði í Bandaríkj- unum og einnig á mörkuðum er- lendis. ,,Við ætlum ekki að bola Coce út úr viðskiptum", sagði John Scully, 38 ára gamall forstjóri Pepsi-Cola Div. íblaðaviðtali nýlega. „Samttel ég að við getum tekið forystuna og það verði rúm fyrir bæði fyrirtæk- in“. Aukið sjálfsálit Bilið milli þessara tveggja gos- drykkjaframleiðenda er að sönnu breytt. Coce ræður um 34% af öll- um gosdrykkjamarkaði vestan hafs og 55% af alþjóðlega mark- aðnum. En þeir hjá Pepsi hafa ástæðu til að vera bjartsýnir og Coce-mennirnir mega gæta að sér. I fyrra varð magnaukning hjá Pepsi um 11 % en 7,3% hjá Coce. Á síðustu fimm árum hefur mark- aðshlutdeild Pepsi á Bandaríkja- markaði vaxiö úr 15% í 22%. Þetta Barizt í návígi. hefur aðallega gerzt á kostnað lít- illa gosdrykkjaframleiðenda. Sjálfsálit Pepsi-manna jókst líka til muna viö það að sala fyrirtækja- samsteypu Pepsi fór fram úr Coce. Þó að Pepsi-Cola vegni vel um þessar mundir, hefur ferill fyrir- tækisins ekki verið einn samfelldur dans á rósum. Á fimmta áratugn- um, þegar matvælafyrirtæki á neytendamarkaði spjöruðu sig yf- irleitt mjög vel, var Pepsi hættu- lega nærri því að fara á hausinn. Á sjötta áratugnum bauö Pepsi að- eins upp á eina vörutegund í Bandaríkjunum einum saman meðan Coce haslaði sér völl á er- lendum mörkuðum og styrkti sig heima fyrir með nýjum gos- drykkjategundum. Á þar næsta áratug hóf Pepsi að kaupa upp ýmis konar fyrirtæki og hefur nú nýlega fest kaup á veitingastaða- keðjum. Rekstur veitingastaðanna er meðal þeirra atriða, sem for- ráðamenn Pepsi leggja nú höfuð- áherzlu á í samkeppninni við Coce. Fyrst og fremst er þó ætl- unin að bæta markaðsstöðu Pepsi-Cola gosdrykkja í Banda- ríkjunum. Talsmenn Pepsi segjast hafa náð forystu fram yfir Coce í sölu gosdrykkja í matvöruverzlun- um og nú liggi fyrir áætlanir um að keppa við Coce, þar sem það fyr- irtæki stendur traustustum fótum, þ.e.a.s. í sölu úr gosdrykkjavélum á veitingastöðum og í sjálfsölum. Stór stund í Sovét Hjá Pepsi tala menn um að söluaukning utan Bandaríkjanna verði 20 til 25% á þessu ári. Coca-Cola hefur lengi haft tang- arhald á markaðnum í N/estur- Evrópu. Umsvif þess þar hófust á fjórða áratugnum og jukust mikið í seinni heimsstyrjöldinni. Pepsi átti 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.