Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 56

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 56
Vélarnar hjá Ora geta lokað 3—4000 dósum á klst. Framleiðslutegundir Ora nú orðnar um 20. I' fyrra var soðið niður 11/2 milljón dósa. Hver hefur ekki haft Ora fiski- bollur og búðinga, grænar baunir og gulrætur, rauðkái eða maís á borðum einhvern tíma? Það hafa áreiðanlega flestir haft, enda Ora framleiðsluvörurnar vel þekktar á íslenzkum heimilum. En ætli allir viti, að ef framleitt er með fullum afköstum, geta vélar skilað 40—50 þúsund dósum á dag og nýjar vélar, sem fyrirtækið á geta lokað allt að 3—4000 dósum á klukkustund með fullum afköst- um? Frjáls verzlun fór í heimsókn í Ora verksmiðjuna, þar sem hún stendur á fallegum stað á Kársnesbrautinni alveg niður við Fossvoginn inn af Skerjafiröinum. Forstjóri Ora er T ryggvi Jónsson og við hann spjallaði F. V. um fyrirtækið. Hann sagði, að Ora, sem raunar þýðir strönd á latínu, hefði veriö stofnaö árið 1951 af Tryggva, Arnljóti Guðmundssyni og Magnúsi Brynjólfssyni, en þeir síöasttöldu eru nú báðir látnir. Upphafið var það, að Tryggvi ásamt Arnljóti hafði stofnað fyrir- tækið Kjöt og rengi, 1950, og seldu þeir súrsað hvalrengi og nýtt og hraðfryst kjöt. Árið eftir var Ora stofnað með það fyrir augum að framleiða og seija ýmsa niður- suðuvöru. Fiskbúðingurinn fyrsta fram- leiðsluvaran. Fyrsta framleiðsluvaran var fisk- búðingurinn, en fljótlega eftir það hófst niðursuða á murtu, síðan bættust fiskibollurnar við, og svo grænmetistegundirnar hver af annarri. Þegar Ora hóf starfsemi sína var fyrirtækið til húsa í 250 m2 hús- næöi í Kópavoginum, en þar í bæ hefur fyrirtækið alltaf verið starf- rækt, en nú eru 4000 m2 undir starfsemina. Milli 50 og 70 manns hafa þar atvinnu, og nú eru fram- leiðslutegundirnar orðnar um þaö bil tuttugu. Eru það ýmsar græn- metistegundir, fiskibollur, fiskbúð- ingar, murta, sem að mestu hefur verið seld erlendis, kavíar, þorsk- hrogn, lifrarkæfa og kryddsíldar- flök, en nýjustu grænmetisteg- undirnar sem Ora hefur soðið niður eru maís, sem kom á markaðinn í fyrra og bakaðar baunir. Nægt framboð á íslenzku hráefni. Hráefni sem flytja þarf inn er að mestu frá Bandaríkjunum, en hrá- 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.