Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 56
Vélarnar hjá Ora geta lokað 3—4000 dósum á klst. Framleiðslutegundir Ora nú orðnar um 20. I' fyrra var soðið niður 11/2 milljón dósa. Hver hefur ekki haft Ora fiski- bollur og búðinga, grænar baunir og gulrætur, rauðkái eða maís á borðum einhvern tíma? Það hafa áreiðanlega flestir haft, enda Ora framleiðsluvörurnar vel þekktar á íslenzkum heimilum. En ætli allir viti, að ef framleitt er með fullum afköstum, geta vélar skilað 40—50 þúsund dósum á dag og nýjar vélar, sem fyrirtækið á geta lokað allt að 3—4000 dósum á klukkustund með fullum afköst- um? Frjáls verzlun fór í heimsókn í Ora verksmiðjuna, þar sem hún stendur á fallegum stað á Kársnesbrautinni alveg niður við Fossvoginn inn af Skerjafiröinum. Forstjóri Ora er T ryggvi Jónsson og við hann spjallaði F. V. um fyrirtækið. Hann sagði, að Ora, sem raunar þýðir strönd á latínu, hefði veriö stofnaö árið 1951 af Tryggva, Arnljóti Guðmundssyni og Magnúsi Brynjólfssyni, en þeir síöasttöldu eru nú báðir látnir. Upphafið var það, að Tryggvi ásamt Arnljóti hafði stofnað fyrir- tækið Kjöt og rengi, 1950, og seldu þeir súrsað hvalrengi og nýtt og hraðfryst kjöt. Árið eftir var Ora stofnað með það fyrir augum að framleiða og seija ýmsa niður- suðuvöru. Fiskbúðingurinn fyrsta fram- leiðsluvaran. Fyrsta framleiðsluvaran var fisk- búðingurinn, en fljótlega eftir það hófst niðursuða á murtu, síðan bættust fiskibollurnar við, og svo grænmetistegundirnar hver af annarri. Þegar Ora hóf starfsemi sína var fyrirtækið til húsa í 250 m2 hús- næöi í Kópavoginum, en þar í bæ hefur fyrirtækið alltaf verið starf- rækt, en nú eru 4000 m2 undir starfsemina. Milli 50 og 70 manns hafa þar atvinnu, og nú eru fram- leiðslutegundirnar orðnar um þaö bil tuttugu. Eru það ýmsar græn- metistegundir, fiskibollur, fiskbúð- ingar, murta, sem að mestu hefur verið seld erlendis, kavíar, þorsk- hrogn, lifrarkæfa og kryddsíldar- flök, en nýjustu grænmetisteg- undirnar sem Ora hefur soðið niður eru maís, sem kom á markaðinn í fyrra og bakaðar baunir. Nægt framboð á íslenzku hráefni. Hráefni sem flytja þarf inn er að mestu frá Bandaríkjunum, en hrá- 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.