Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 8

Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 8
afangar Ófeigur Hjaltested var í október ráðinn í stöðu markaðsstjóra hjá Iðnaðardeild Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga með aðsetri í Reykjavík. Þar meó flyzt sú sölustarfsemi deildarinnar, sem verið hefur á Akureyri, til Reykjavíkur, og mun Ófeigur hafa með aö gera stjórn allra sölumála deildarinnar, bæði innanlands og ut- an. Hefur Ófeigur yfirumsjón með öllum mark- aös- og sölumálum iðnaðardeildar, en undir hana heyra 13 fyrirtæki Sambandsins, sem eru á Akureyri, Sauðárkróki, Borgarnesi, Egils- stöðum og í Reykjavík. Innan markaðsdeildar starfa síðan markaðs- fulltrúar, aö sögn Ófeigs, og hver markaðsfull- trúi hefur sitt ábyrgðarsviö. Einn hefur með markaðs- og sölumál Ullarverksmiðjunnar Gefjunar að gera, annar skinnastofur Sam- bandsins og sá þriöji um Austur-Evrópuvið- skipti svo dæmi séu tekin, en undir markaðs- stjóra heyra síöan sölumenn. Ófeigur Hjaltested er fæddur í Reykjavík 3. maí 1949. Hann varð stúdent frá Verzlunar- skóla íslands 1970 og lauk prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla l'slands 1974. Stundaði hann nám, að því loknu, árin 1974—1976 við University of Minnesota, í Bandaríkjunum, og lauk þaðan masters prófi í rekstrarhagfræöi. Síðan hefur hann starfað hjá iðnaðardeild Sambandsins í Reykjavík, fyrst sem skrifstofu- stjóri, og síðar fulltrúi framkvæmdastjóra deildarinnar í Reykjavík, þar til hann tók viö stöóu markaðsstjóra í október s. I. Francois Desbans, er nýr sendiherra Frakk- lands á (slandi, en hann tók viö embættinu í lok júlí í sumar. Francois Desbans er sjötti sendi- herra Frakklands á (slandi, arftaki Jacques Pradelles de Latour Dejean, sem var sendi- herra hér í fimm ár. Frakkar opnuöu sendiráð hér á landi á árinu 1956, en fyrsti sendiherrann var Voillery. Francois Desbans er fæddur 23. september árið 1919 í Le Mans. Hann lauk prófi frá laga- deild Parísarháskóla, og hefur jafnframt há- skólapróf í sögu. Einnig lagöi hann stund á nám við franska stjórnunarskólann. Eftir að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu í París, varð Francois Desbans fulltrúi frönsku stjórnarinnar í Saigon, Washington og í Moskvu. Hann starfaði ennfremur í ráðuneyti De Gaulle, hershöfðingja í Elysée höll á árunum frá 1964-1967. Francois Desbans var skipaður sendiherra Frakklands í Albaníu, og þar starfaði hann á árunum frá 1974—1977. Eiginkona sendiherrans er Francoise Farbos de Luzan og eru börn þeirra fjögur. Sendiráð Frakka hér á landi, þ. e. skrifstofur eru á Túngötu 22 í Reykjavík, en ennfremur er sérstök verzlunardeild í Austurstræti 6, sem fæst við ýmis verkefni á viðskiptasviðinu, en sendiherrabústaðurinn er á Skálholtsstíg 6. * + 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.