Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 3
frjáls
verztun
3. tbl.
1979
Sérrit um efnahags-, viðskipta-
og atvinnumál.
Stofnað 1939.
(Jtgefandi:
Frjálst framtak hf.
F ramkvæmdas I jóri:
Jðhann Briem.
Ritstjóri:
Markús öm Antonsson.
Framkvsemdastjóri:
l'étur .1. Eiriksson.
Framlciðslustjóri:
lngvar Hallsteinsson.
Auglýsingadeild:
Einda Hreggviðsdóttir.
Guðlaug Sigurðardóttir.
Bluðamaður:
Margrét Sigurstcinsdóttir.
Ljósmyndir:
Loftur Ásgeirsson.
Skrifstofustjóm:
Anna Kristín Traustadóttir.
Anna Lfsa Sigurjónsdóttir.
Martha Eirfksdóttir.
Tfmaritið er gefið út f samvinnu
við samtök verzlunar- og
athafnamanna.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18.
Símar: 82300 - 82302.
Auglýsingasfmi: 82440.
Setning, prentun og skeyting:
G. Benediktsson.
Bókband:
Félagsbókbandið hf.
Litgreíning kápu:
Korpus hf.
Prentun kápu:
Prenttækni hf.
Áskriftargjald kr. 1225 á
mánuði. Jan—Aprfl
kr. 4900.
öll réttindi áskilín varðandi
efni og myndir.
FRJÁLS VERZLUN er ekki
rfkisstyrkt blað.
Til lesenda...
Fjölmiðlar á íslandi taka sífelldum breyt-
ingum, sumir örum en aðrir bó hægar.
Athyglisvert er, hve síðdegisblöðin hafa
náð góðri markaðsstöðu. Svo virðist sem
það hafi að einhverju leyti gerzt á kostn-
að morgunblaðanna.
Nýtt vikublað, Helgarpósturinn, er að hefja
göngu sína og verður forvitnilegt að sjá á
hvern hátt blaðinu verður tekið. Stjórnend-
ur þess eru gamalreyndir blaðamenn, sem
þekktir eru fyrir vönduð vinnubrögð.
Athyglisverðasta þróun í blaðaútgáfu hér á
landi á sl. ári var uppgangur tízkublaðsins
Lífs, sem náði því að verða eitt útbreidd-
asta blað, sem gefið er út hér á landi og
það vandaðasta. Áskrifendahópurinn er nú um
9000 en blaðið er prentað í 12000 eintökum.
Tízlcublaðið Líf er unnið að hluta til
í Bandaríkjunum, það er að segja prentun og
litgreining. Astæðurnar eru fyrst og fremst
skemmri framleiðslutimi og verð.
í þessu útbreidda tízkublaði gefst íslenzk-
um fataframleiðendum tækifæri til að kynna
framleiðsluvörur sínar á sama hátt og aðil-
ar erlendis geta gert.
Tízkublaðið Líf kemur út annan hvern mánuð
og hefur þegar verið ráðstafað verulegum
hluta af auglýsingarými í blaðinu á þessu
ári. Gefur það ákveðna mynd af stöðu blaðs-
ins á íslenzkum blaðamarkaði.
Jóhann Briem.
3