Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 13
þróun
Heildarlánaupphæð Lífeyrissjóðs verslunarmanna nam á s.l„
ári 2,547,739 milljónum kr., og var fjöldi afgreiddra
lánaum 1100. Heildarlánaupphæð sjóðsins 1977 nam 1,567,600
milljónum lcr., og er aukningin 62,34% í krónum talin.
Hámarkslán til sjóðfélaga með fimm ára réttindi eru
3 milljónir kr. Lán til sjóðfélaga með fjögurra ára rétt-
indi eru 1,8 milljónir kr. og með þriggja ára réttindi 1,2
milijónir kr. Lánstími þriggja milljón kr. lánanna er 21 ár,
en hinna lánaflokkanna 16 ár.
Lánin eru afborgunarlaus fyrsta árið, en eftir það er
greitt af þeim einu sinni á ári. Vextir eru 25%. Viðbótar-
lán er hægt að fá er fimm ár eru liðin síðan sjóðfélagi
féklc síðast lán úr sjóðnum, og hafi hann greitt í tíu ár í
lífeyrissjóðinn. Viðbótarlánin eru til sex eða tíu ára.
Nýr lánaflokkur hefur verið tekinn upp, svolcölluð B-lán,
verðtryggð lán að upphæð 1-3 milljónir kr. í 10-25 ár.
8.862 bifreiðar voru fluttar inn og tollafgreiddar á
síðasta ári, þar af 7.660 nýjar fóllcsbifreiðar. Mest var
flutt inn af Lada sport jeppum, alls 505 bifreiðar. 444
nýjar Volvo 244 bifreiðar voru fluttar inn s.l. ár og
þriðji mesti innflutningur s.l. árs var á Lada 1600 fólks-
bifreiðum. Flutt var inn 361 bifreið.
Töluvert var einnig fiutt inn og tollafgreitt af Ford
Fairmont bifreiðum frá Bandarílcjunum, eða 334 og 301 Toyota
Cressida bifreið frá Japan.
Heildarbifreiðaeign landsmanna var því -um s.l. áramót
rúmlega 87 þúsund bifreiðar, en 1. janúar 1978 var heildar-
fjöldi fólksbifreiða, vörubifreiða og bifhjóla í landinu
78o48l þar af 30.461 í Reylcjavíko
169 íbúðir voru í smíðum á Alcranesi í ársbyrjun í 97 hús-
um, einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum. í fjölbýlis-
húsunum er verið að byggja 54 íbúðir.
A síðasta ári voru hafnar byggingar 37 íbúða í 14 húsum,
°g & Því ári voru telcnar í notkun 59 fullgerðar íbúðir og
19 ófullgerðar. Aulc þess voru teknar í notkun 38 íbúðir í
dvalarheimili aldraðra í Höfða. Eru byggingaframkvæmdir í
bænum svipaðar nú og verið hefur imdanfarin ár.
Nýbyggingarsvæðin eru í Garðagrundahverfi austast í bænum.
Lóðaúthlutanir hafa farið fram allt árið um lcring, og nægi-
legt framboð á lóðum hefur verið í bænum.
11