Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 31

Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 31
mikla stjórn á framkvæmdum og hugsazt getur og nota sér aðeins samstarf við erlenda aöila sem verktaka. Enda þótt Kínverjar hafi úr óskaplega litlu að spila í erlendu reiöufé virðist allt benda til þess að þeir ætli að leggja áhættuféð fram sjálfir og þar með að draga veru- lega úr hlutverki erlendu olíufé- laganna, — einnig hagnaði þeirra ef olíuvinnslan reynist ábatasöm. „Olíufélögin ekki verktakar" Stóru olíufélögin kæra sig al- mennt ekki um að starfa þannig. „Okkar starf byggist á því aö taka áhættu. Við erum ekki verktakar", segir J. Hugh Liedtke, stjórnarfor- maður hjá Pennzoil í Bandaríkj- unum. Hann hefur sjálfur farið nokkrar ferðir til Kína og gert hefðbundin tilboð: Pennzoil myndi leggja fram áhættufé í skiptum fyrir upphafleg réttindi til að kaupa hluta af þeirri olíu, sem fyndist og hljóta að auki hluta af þeim ágóöa, sem yrði af sölu alls olíufundarins. Þrátt fyrir hugmyndafræðilega óskadrauma kunna Kínverjar að eiga eftir að reka sig á það, að einhvers konar samkomulag um skiptingu olíunnar verði þrauta- lendingin. Slík skipting er sjaldgæf innan samtaka olíuframleiöslu- ríkja, OPEC, en algeng íAsíu. Talið er að þegar yfir lýkur muni Kín- verjar greiða olíufélögunum í olíu en hlutföllin eru enn óákveðin. Kína í mikilli orkuþörf [ þessum viðræðum kínverskra stjórnvalda og fulltrúa olíufélaga er tíminn greinilega hliðhollari olíufélögunum. Kína er í mikilli orkuþörf. Jarðskjálftinn mikli, sem varð þar í landi í september 1976, er álitinn hafa haft lamandi áhrif á olíuframleiðsluna vegna skemmda, sem uröu á olíu- vinnslutækjum og leiðslum. Sami skjálfti eyðilagði kolanámur í Kailan og hefur sennilega gert þörfina fyrir olíu þar af leiðandi ennþá meiri. Til viðbótar því að þessar náttúruhamfarir knýi á um auknar framkvæmdir á sviði olíu- vinnslu, eru þær forgangsverkefni samkvæmt nýjustu iönþróunar- áætlun Kínverja. Fram til ársins 1985 hyggjast Kínverjar verja sem nemur 350 milljörðum dollara til þess að auka framleiðslu atvinnu- veganna um 10% á ári og þar með er talin uppbygging meiriháttar olíu- og gasvinnslusvæða. Á undanförnum mánuðum hafa nýjar olíuhreinsunarstöövar verið reistar í Peking, Chinshan, Canton, Tientsin og Liaoning. Auk þess er talið aö teknar hafi verið í notkun nýjar olíuleiðslur, birgða- stöðvar á hafi úti og nýtt olíulinda- svæði í Hopsi. Þurfa að sækja á haf út Kínverjar eiga stöðugt í meiri erfiðleikum meö að auka olíu- vinnslu sína með borunum á landi. Samkvæmt upplýsingum stjórn- valda var vöxturinn í kínverska olíuiðnaðinum 20-25% á ári fram til ársins 1975. Síðan minnkaði hann í 14% árið 1975, í 13% 1976 og árið 1977 var hann kominn niður í 9%. Sérfræðingar, sem kynnt hafa sér þessi mál, telja að aukningin gæti í bezta falli orðið 13% á ári fram til 1985 ef áfram verður leitað olíu á landi einvörðungu. Ef Kínverjar ætla að láta djarf- legar áætlanir sínar verða að veruleika, er Ijóst að þeir þurfa að bora eftir olíu á hafi úti. Til þeirra verka skortir þá aftur á móti tæki. Bandaríkjamenn ráða yfir mikilli tæknikunnáttu í sambandi við olíuleit með ströndum fram og skara raunar fram úr öðrum á því sviði. Samt er talið að Kínverjar muni gera mikilvæga samninga við Japani um þennan þátt, af pólitískum ástæðum, í og með. Kínverjar vilja gjarnan kaupa vélar og tæki frá Japan en í staðinn geta þeir varla boðið neitt girnilegt nema hráefni, aðallega olíu. Kín- verjar hafa í hyggju að tvöfalda olíuútflutning sinn til Japan fram til ársins 1985. Með því að aðstoða Kínverja við að ná þessari olíu gætu Japanir ekki aðeins aukið áhrif sín í Austurlöndum fjær heldur einnig orðið óháðari öðrum olíuútflutningslöndum. Bandarísk tækniþekking gæti ráðið úrslitum Fyrirliggjandi er bráðabirgða- samningur milli Kínverja og jap- ansks olíufélags um olíuleit á Po Hai-flóa. Talsmenn olíufélaga á Vesturlöndum segja eðlilega að slíkir samningar séu gerðir, þar sem Kínverjar og Japanir vilji eiga góð viðskipti saman en þeir telja aö bandarísk olíufélög eigi einnig eftir að koma inn í dæmið. Það virðist sem tækniþekking Banda- ríkjamanna geti ráðið úrslitum. Dýpið á Po Hai-flóa er tiltölulega lítið og veður hagstætt. Á Gula- hafi, Austur-Kínahafi og Suður— Kínahafi er dýpi miklu meira og við þær aðstæður hafa Bandaríkja- menn miklu meiri reynslu. Senni- lega hafa Kínverjar líka hugboð um það. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.