Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 36
skodun Framvinda í frjálsræðisátt á erfiðum tímum Grein eftir Geir Haarde, hagfræð- ing, um Tokyo-tollalækkanavið- ræðurnar Á undanförnum árum í kjölfar olíukreppunnar og efnahagssamdráttarins, sem henni fylgdi, hefur gætt sívaxandi tilhneigingar meðal þjóða heims til að grípa til aðgerða, sem hefta milliríkjaviðskipti með beinum eða óbeinum hætti undir því yfirskyni að ætlunin sé að vernda innlenda framleiðslu fyrir inn- fluttri samkeppni. Algengasta verkfærið, sem notað var áður fyrr í þessu skyni er verndartollurinn, þ.e.a.s. tollur sem lagður er á fyrst og fremst í því skyni að gera erlendu vöruna dýrari í samanburði við framleiðslu heimalandsins, en ekki í tekjuöflunar- skyni. Það sem einkennt hefur verndarstefnu síðustu ára er hins vegar það, að gripið hefur verið í minna mæli til verndartolla, en þeim mun meira til takmarkana í öðru formi eins og kvóta, niðurgreiðslna á innlendar vörur, útflutningsstyrkja og margs konar annarra stjórnvaldsaögerða. Það mætti í löngu máli gera grein fyrir því, að við flestar aðstæður standi beinir tollar framar flestum öörum aðgerðum eins og t.d. innflutningshöftum að því leyti til að þeir geta haft sömu áhrif, en valdið tiltölulega minni röskun og óhagkvæmni. Tollar eru í eðli sínu vel fallnir til notkunar í markaðskerfinu, því þeir hafa bein áhrif á verð, sem að öðru jöfnu er það sem innkaup neytandans grundvallast á. Tollar koma heldur ekki í veg fyrir að breytingar verði á viðskipt- um, þegar verðhlutföll breytast á grundvelli kostn- aðarbreytinga. Á hinn bóginn hafa aðrar stjórnvaldsaðgerðir hinnar nýju verndarstefnu óheppileg áhrif á sjálfan markaðinn með því að takmarka valkosti neytandans og draga úr samkeppni innlendra og erlendra fram- leiðenda. Við bætist að framkvæmd þeirra getur byggst á duttlungum embættismanna eða annarra sem hana annast. Hér er ekki ætlunin að fjalla frekar um þessi atriöi heldur vekja athygli á mjög merkilegri framvindu í frjálsræðisátt í milliríkjaviöskiptum, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum þrátt fyrir þær tilhneiging- ar, sem aö ofan er getið og þann þrýsting hags- munaaðila sem þær byggjast á. Allt frá árinu 1973 hafa átt sér stað á vegum GATT, þeirrar alþjóðastofnunar, sem lætur viðskipti og tollamál til sín taka, mjög umfangsmiklar, fjölþjóðleg- ar viðræður um tollalækkanir og nióurskurö annarra viðskiptatakmarkana. Viðræður þessar eru kenndar við Tokyo, en upphafsfundur þeirra var haldinn þar í september 1973. Síðan hafa þessar viöræður að mestu farið fram í Genf og er ekki að fullu lokiö enn. Þótt hægt hafi miðað í þessum viðræðum er þó svo komið nú að fyrir liggur uppkast að nýjum tollalækk- anasamningi, þar sem jafnframt er gert ráð fyrir víð- tækum aðgerðum í frjálsræðisátt á öðrum sviðum, sem hrinda á í framkvæmd næsta áratuginn. Er þetta að sjálfsögðu mjög mikill árangur, þegar tillit er tekiö til aðstæðna í alþjóðlegum efnahagsmálum síðustu árin, en þaö er segin saga að þegar efnahagslegir erfiðleikar blasa við hættir þjóðum heims mjög til að grípa til einhliða viðskiptatálmana án tillits til áhrifa þeirra á aðrar þjóðir. Nauðsynlegt er að gera sér nokkra grein fyrir sögu þeirrar viðleitni, sem að baki Tokyo-viðræðunum býr, áöur en rakið verður í einstökum atriðum á hverju hið nýja upþkast byggist og hvernig það horfir viö við- skiptahagsmunum okkar Islendinga. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.