Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 40
Hagvöxtur 6% á
ári eða meiri en í
nokkru öðru iðnríki
Margir álíta að skýringu hins svonefnda ,,efna-
hagsundurs“ í Japan sé aö finna í mikilli miðstýringu
efnahagslífsins þar í landi, en sú skýring er ekki alls
kostar rétt. Samt sem áður er samvinna fyrirtækja og
samsteypna við ríkisvaldið ákaflega mikit og beinist
að því að auka veg japanskra fyrirtækja á heims-
markaðinum. Flókinn vefur milli ríkisvalds og fyrir-
tækja skýrir mun betur góðan árangur japanskra
fyrirtækja heldur en orð eins og: ,,vinnusemi“,
,,stjórnkænska“, ,,föðurlandsást“ og ,,miðstýring“,
þótt þau lýsingarorð eigi vitaskuld einnig við í því
sambandi.
Hagvöxtur í Japan er um 6% á ári, eöa meiri en í
nokkru ööru iönþróuðu ríki. Japan er iðnveldi í örum
vexti og grundvöllur þess er markviss iðnaðarupp-
bygging og þróttmikil utanríkisverslun. Viðskipta-
jöfnuður Japan við útlönd er þeim mjög hagstæður,
einkum gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Lykilhlutverkum í efnahagsmunstrinu gegna fjár-
málaráðuneytið (MOF) iðnaðar- og alþjóðaviðskipta-
málaráðuneytið (MITI), forsætisráðuneytið, ríkis-
stjórnin og þingið (Diet), samtök fyrirtækja í við-
skiptalífinu (Keidanren), verkalýðsleiðtogar og
stjórnendur hinna einstöku fyrirtækja.
Urvals embættismenn
Japanskir embættismenn telja megin hlutverk sitt
vera aó styöja iðngreinar sem lofa góöu á alþjóöleg-
um markaði. Á sama hátt hvetja þeir til samdráttar í
greinum sem ekki lofa eins góðu eða standa höllum
fæti í samkeþpninni. Þegar skortur er á erlendu fjár-
magni greiða þeir fyrir fyrirtækjum sem tryggt geta
erlent fjármagn. Þeir úthluta hagstæðu landi til slíkra
fyrirtækja og tryggja þeim leyfi til stækkunar og
endurnýjunar. Þau fyrirtæki sem endurnýja verk-
smiðjur sínar njóta ýmissa skattívilnana og leyfiskröf-
ur eru í sífelldri endurskoðun og hækkun til að hvetja
fyrirtækin til að fylgjast með nýjustu tækni á sínu sviði.
Þá hvetja embættismennirnir fyrirtækin til að fjár-
festa erlendis, einkum þar sem náttúruauðlindir eru til
staðar sem eru af skornum skammti í Jaþan. Á sama
tíma eiga japönsk stjórnvöld í samningum við erlenda
aðila sem miða að því, fyrst og fremst, að vernda
iðnað sem framtíðarvonir eru bundnar við. Þannig
hefur myndast öryggiskeðja sem gegnir því hlutverki
að bæta markaðsaðstöðu japanskra fyrirtækja og
tryggja þeim hagstætt hráefni.
Innanlands er unnið aó jöfnuöi í þróun einstakra
landssvæða, eóa byggðajafnvægi. í vanþróaðri hlut-
um landsins eru miklar orkuframkvæmdir og einnig
unnið að bættum samgöngum.
Samvinna ríkis og framleiðslufyrirtækjanna beinist að því að auka veg
Japanskir embættismenn telja meginhlutverk sitt vera að styðja iðngreinar,
38