Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 83
4000 manns. Þá má nefna Trygg-
Hansa í Stokkhólmi sem notar
Facit 80 ásamt tilheyrandi hús-
gögnum fyrir 2000 starfsmenn.
Þaö er þó rétt að leggja áherzlu
á þaö aö meðal þeirra sem nota
Facit 80 eru smærri fyrirtæki í
meirihluta, fyrirtæki sem vilja
skapa fallegt og þægilegt vinnu-
umhverfi og hafa ávallt möguleika
á því aö breyta því eöa stækka eftir
þörfum. Paulsen lýsti því hvernig
skilrúmin eru búin hljóðeinangr-
unarefni sem dregur mjög úr
bergmáli. Skilrúmin ereinnig hægt
aö fá í mismunandi hæö eftir því
hve mikil hljóðeinangrun er nauð-
synleg. Til gamans gat hann þess
aö fólk heföi séð ýmsa, ef til vill
óvanalega, möguleika í þessum
skilrúmum. Þannig hefði t.d. einn
arabiskur sheik niðri í Dubai keypt
Facit 80 til þess aö skiþta bíla-
geymslu sinni þannig aö hver
hinna 14 Kadillakka væri í hljóð-
einangruðu hólfi þannig aö
kvennabúriö hrykki ekki upþ af
værum svefni þegar hann ræsti
einhvern þeirra snemma aö
morgni.
Húsgögn í sérflokki
Skrifstofuhúsgögnin sem Facit
framleiðir eru í tveimur veröflokk-
um. Þau eru hönnuð með notagildi
fyrir augum auk þess aö vera sér-
lega smekkleg. Þannig eru skrif-
borðin búin stillanlegum fótum
þannig að hægt er að velja þá hæö
sem hentar einstaklingum meö
mismunandi þarfir. Hægt er að fá
öll húsgögnin þannig aö þeim má
Facit-skrlfstofustóllinn sem er hann-
aður með tllliti til líkamlegrar vellíðan.
breyta, t.d. má bæta vélritunar-
borði við skrifborðin þannig að
það myndi eina heild, hægt er að
fá skúffur þannig gerðar að þær
henta sem skjalaraöar og einnig
má fá innfellingar fyrir skrifstofu-
vélar þannig að þær séu í réttri
aöstöðu. Skrifstofustólarnir eru
hannaðir út frá líffærafræðilegum
rannsóknum og hafa sýnt sig í því
að standast betur kröfur, t.d. sam-
kvæmt DIN-staðli en flestar aðrar
gerðir skrifstofustóla.
— Það sem einkum gerir Facit
kleift að standast verðsamkeppni
þrátt fyrir þau miklu gæði sem í
þessum vörum felast, sagöi Paul-
sen að lokum, er mjög hugvitsam-
leg hönnun með tilliti til rúmtaks í
flutningi. Með sérstöku samsetn-
ingarkerfi hefur reynst unnt að
koma því þannig fyrir að loftrými
umbúða er í algjöru lágmarki. Að-
stoð við skipulagningu skrifstofu-
húsnæðis með tilliti til Facit 80
mun Gísli J. Johnsen veita og eins
og áður var getið eru þessar inn-
réttingar og húsgögn til sýnis á
skrifstofu fyrirtækisins í nýja hús-
næðinu að Smiðjuvegi íKópavogi.
Vélsmiðjan Magni hf.
Vestmannaeyjum.
Símar: Skrifstofa —1409 —1491
Vélaverkstæði — 1492
Plötusmiðja — 1492
Verzlun —1488
Vélsmiðja, járnsmiðja — plötusmiðja, rafsuða, log-
suða, járnvöruverzlun.
Önnumst allar véla- og stálskipaviðgerðir. Ennfremur
alls konar járn og málmsmíðavinnu.
45 ára reynsla.
Höfum fyrirliggjandi löndunarháfa úr áli, trollhlera og
fleira.
Gerum tilboð í smíði hvalbaka og yfirbyggingar skipa
úr áli eða stáli.
81
L