Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 102

Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 102
ti! umrædu Þegar þetta er skrifað er engan veginn ljóst, hvernig efnahagsinálafrumvarpi þingmannsins Ólafs Jóhannessonar reiðir af í meðförum löggjafarsamkund- unnar. Enginn treystir sér heldur til að spá fyrir um afdrif ríkisstjórnarinnar, sem til skamms tíma laut forystu þessa áðurnefnda þingmanns. Sumir segja, að ráðherrar hafi gengið svo langt í yfirlýs- ingum sínum á ríkisstjórnarfundum og opinberum vettvangi að þessi stjórn verði ekki starfhæf lengur. Ef framhald eigi að verða á stjórnarsamstarfinu þurfi allavega að gera róttæka breytingu á skipan ráðherraembætta og eiga kunn- ugir þá við það, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hljóti að segja af sér og flokkurinn tilnefna aðra í þeirra stað. Forystumenn í Verkamannasam- bandi íslands og þá fyrst og fremst þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason hafa reynt að bera klæði á vopnin, sem flokksbræður þeirra í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki hafa beitt hver gegn öðrum í hjaðningavígum innan hinnar íslenzku vinstrihreyfingar. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hef- ur átt tilveru sína undir mönnum á borð við þá Guðmund J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason. Þeir voru arki- tektar þessa stjórnarsamstarfs og þeir hafa á síðari tímabilum haldið líftórunni í stjórninni. Svo að það tækist hafa þeir m.a. fórnað miklum hagsmunum um- bjóðenda sinna í verkalýðsfélögunum, sem tóku loforð stjórnarflokkanna um “samningana í gildi” trúanleg og guldu þeim atkvæði sitt út á þau. Forystuliðið í Verkamannasambandi íslands sveik fólk til þess að pólitískum markmið- um húsbændanna í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki yrði náð. Fall vinstri stjórnar nú yrði stórfelldur álitshnekkir þessara foringja í verkalýðshreyfing- unni, ef ekki banabiti þeirra sem jafn valdmannslegra fyrirliða og þeir hafa verið síðustu misseri. Mikið er í húfi og þess vegna verða þeir nú að tjasla saman þetta rekald, sem ríkisstjórnin er orðin, af því að það kann að verða eina björgun þeirra sjálfra. Stjórnmálaþróunin hér á landi síðustu árin sýnir eins og reyndar dæmin frá sumum nágrannalöndum okkar einnig, að valdið hefur færzt í stöðugt vaxandi mæli frá löglega kjörnum fulltrúum á þingi og í ríkisstjórn yfir á hendur for- ingja þrýstihópa, sérstaklega í laun- þegasamtökunum, sem ekki eru háðir neinum þjóðarvilja eins og hann birtist hverju sinni í almennum kosningum. Það er meira að segja mjög umdeilanlegt að hve miklu leyti þeir sækja vald sitt og umboð til óbreyttra félagsmanna í sam- tökunum. Slík er félagsdeyfðin á þeim vettvangi en miðstjórnarvald fámennrar foringjaklíku þeim mun meira. Hinn þröngi hópur hefur tekið sér vald. Sú staða hlýtur að vekja alla fylgj- endur lýðræðislegra leikreglna í samfé- laginu til umhugsunar. Það er mál til komið að þjóðin láti ekki einn og einn foringja taka fram fyrir hendurnar á sér, foringja, sem leynt og ljóst sýna hinum viðurkenndu valdastofnunum þjóðar- innar lídlsvirðingu sína. Þeir, sem jafna saman stjórnarráðinu, pylsuvagninum og Hressó eins og Guðmundur J. Guð- mundsson gerði nýlega í blaðaviðtali, eru ekki trausts verðir. 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.