Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 20
5) svörin úrskuröuð og framtölum
breytt ef á þarf aö halda, 6) fram-
tölin sett á ,,diskettur“ (arftakar
götunarspjaldanna) fyrir tölvuna
og skilaö þannig til Skýrsluvéla
ríkisins, 7) tölvurnar sjá síðan um
sjálfa álagninguna.
Athugasemdir og skyssur.
Viö yfirferð yfir framtölin er við
því aö búast aö á sumum þeirra
hafi komið fram skekkjur, af ýms-
um ástæöum. Ef um augljósar
reikningsskekkjur er að ræða má
skattstjóri leiðrétta þær og eins ef
einstakir liðir eru fylltir út í ósam-
ræmi við gildandi lög og fyrirmæli.
Þannig leiöréttingar þarf skatt-
stjóri ekki að tilkynna framtelj-
anda. Ennfremur er skattstjóra
heimilt að leiðrétta einstaka liði ef
telja má að óyggjandi upplýsingar
séu fyrir hendi fyrir breytingum en í
þeim tilvikum skal framteljanda
gert viðvart.
Aðrar breytingar má skattstjóri
ekki gera nema að fullnægja
áskorunarskyldu sinni. Til dæmis
ef að einstakir liðir skattskýrslna
eru ófullnægjandi, óglöggir eða tor-
tryggilegir þá skal skattstjóri skora
á framteljanda að láta í té skýring-
ar eða gögn sem varpa kynnu Ijósi
á málið. í þessum tilfellum getur
verið um fjóra möguleika að ræða:
1) skattstjóri fær fullnægjandi
svar, 2) framteljandi bætir úr göll-
um á framtali sínu með skýringum
(þá er skattstjóra heimilt að bæta
allt að 15% við þær tekjur/eign
sem framteljandi kann að hafa
undanfellt í framtali sínu),
3) framteljandi gefur ekki full-
nægjandi svar (skattstjóri skal þá
áætla tekjur og eign og leggja á
álagningu og bæta síðan 25% við
það sem hann áætlar að skattþegn
hafi undanfellt úr framtali sínu,
4) ekkert framtal berst (skattstjóri
áætlar tekjur og eign, ríflega, og
bætir 25% við).
Lítum nú aðeins á hvaða at-
hugasemdir það eru sem skatt-
stofa gerir oftast við framtölin. Al-
gengast er að ýmsir frádráttarliöir
séu vitlausir og þá oftast að talin
séu upp atriði sem ekki eru heimil
sem frádráttarliðir. Þá kemur
stundum upp mismunur í launa-
uppgjörum undir tekjuliðunum.
Annars getur það að sjálfsögðu
verið allt mögulegt sem getur farið
úrskeiðis við útfyllingu og oftast
geta framteljendur gefið fullnægj-
andi svör og skýringar.
Þar sem villurnar eru yfirleitt
þess eðlis þá leiða þær oftast til
hækkunar álagningar. Aftur á móti
er sjaldnar að um vísvitandi svindl
hafi veriö um að ræða. Ef upp
kemst um slíkt þá ákvarða skatta-
yfirvöld breytingar á álagningu og
síðan er málinu vísað til saka-
dómsrannsóknar eða skattsektar-
nefndar og er það þeirra að
ákveða refsingu sökudólgsins.
Úrtaksathuganir.
Gestur fullvissaði okkur um aö
það væri farið jafnvel yfir öll fram-
töl. En síðan tíókast það einnig að
gera sérstakar úrtaksathuganir.
Þá er tekin fyrir t.d. sérstök tegund
rekstrar og farið niður í kjölinn á
þeim framtölum eða kannski ein-
ungis athugaður söluskatturinn.
Þá eru sérstakir starfsmenn við
söluskattsrannsóknir sem fara í
fyrirtæki og ,,tékka“ á þeim. Vió
slíkar rannsóknir er unnið sam-
Lagmeti
til annarra landa
Vörumerkið Iceland Waters er nú þegar
þekkt víða um heim fyrir framúrskarandi
gæði, enda er hráefni Iceland Waters
niðursuðunnar af tiltölulega ómenguðum
veiðisvteðum Norður-Atlantshafsins.
Iceland Waters er fyrst og frernst merki
íslensks útflutnings á lagmeti — vörum sem
seldar eru á vegum Sölustofnunar
Lagmetis.
Lagmeti Iceland Waters fæst cinnig í
völdum matvöruverzlunum hérlendis.
SÖLUSTOFNUN LAGMETIS
ICEL4ND
wmns
20