Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 8
áfangar
Davíð Oddsson hefur verið skipaður forstjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá 1. júní s.l. Hann
var settur forstjóri samlagsins 1. ágúst í fyrra, er
þáverandi forstjóri, Gunnar Möller, sem verið
hefur forstjóri í u.þ.b. 40 ár var settur forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins.
— Rekstrarkostnaður sjúkrasamlagsins er
að 85% leyti greiddur af ríkinu og að 15% hluta
af Reykjavíkurborg. Áætlaður rekstrarkostn-
aður samlagsins á þessu ári eru um 10 mill-
jarðar króna. Allir Reykvíkingar eru sjálfkrafa í
sjúkrasamlagi Reykjavíkur og allflestir læknar í
Reykjavík, sagði Davíð Oddsson.
Davíð er fæddur í Reykjavík 17. janúar 1948.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1970, og lauk prófi í lögfræöi frá Há-
skóla íslands 1976.
Eftir að Dvíö lauk lögfræöiprófi varð hann
skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur.
I borgarstjórnarkosningunum 1974 var Davíð
Oddsson kosinn fulltrúi Sjálfstæöisflokksins í
borgarstjórn, og hefur hann átt sæti í henni
síðan. Davíð á einnig sæti í framkvæmdaráði
Reykjavíkurborgar, Æskulýðsráði Reykjavíkur
og fræðsluráði.
Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, tók viö
starfi hagfræðings hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur 1. júlí s.l.
Sigfinnur er fæddur 16. febrúar 1937 í
Stykkishólmi. Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1957. Að stúdentsprófi
loknu stundaði hann háskólanám í Marburg og
síðar Köln í Vestur-Þýskalandi og lauk þaðan
prófi í þjóðhagfræði í desember 1963.
Að námi loknu hóf Sigfinnur störf hjá
Reykjavíkurborg og varð hann borgarhag-
fræðingur 1967. Um þriggja ára skeið eða frá
1972—1975 var Sigfinnur framkvæmdastjóri
samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi,
og um tíma, 1975—76 var hann bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum.
Sigfinnur Sigurðsson hefur einnig starfað að
félagsmálum. Hann var í stjórn starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar 1965—1972 og var
varaformaður BSRB á árunum 1966—1972.
Síðastliðin tvö ár eða svo hefur Sigfinnur
starfað sem ráðgefandi hagfræðingur.
— Starf hagfræðings Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur er einkum fólgið í því aö vinna
að kjarasamningum og upplýsingastarfsemi
um efnahagsmál, sagði Sigfinnur Sigurðsson
nýráðinn hagfræðingur VR.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur er stærsta
verkalýðsfélag á landinu, en félagsmenn eru
milli 8 og 9 þúsund. VR er jafnframt eitt elsta
starfandi verkalýðsfélagið hér á landi.