Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 37
áherzlu á merkingar. Ákveöin fyr-
irmæli eru gefin til að allt sé rétt
merkt. Ef vigtin munar t.d. hluta úr
grammi frá því sem gefið er til
kynna á merkingu, getur mat-
vælaeftirlitið lagt bann við því að
varan sé seld. Nákvæmnin í hrein-
lætismálum, vigtun og slíku er
einstaklega mikil hér. Það er því
dálítill vandi að uppfylla allar
þessar kröfur. Þeim hefur fyrir
löngu skilizt þetta, sem sjá um
söluna á frysta fiskinum hér. í lag-
metinu hafa svona byrjunarörðug-
leikar hins vegar sagt til sín. Þó er
það mikið að lagast. Það er fyrst
og fremst að þakka forráðamönn-
um Sölustofnunar lagmetis og
forstjóra sölufyrirtækisins hér
vestan hafs, Norman Salkin, sem
þekkir þessa hluti út og inn.
Er það vænlegast til árangurs
að ráða innlenda aðila með sér-
hæfingu til að annast markaðs-
öflun fyrir íslenzkar afurðir í stað
þess að senda menn að heiman til
að vinna að þeim málum?
ívar: — Sérhæfingin í þessum
málum hér er svo mikil að það
þýðir ekki fyrir mann að koma úr
einni söludeild í aðra nema hann
þekki framleiðsluna út í gegn.
Þetta hefur háð okkur dálítið, til
dæmis í ullarvörunni, þar sem við
fórum ekki alveg eftir settum regl-
kærulausir í vörumeðferð
gerða samninga
Hvernig gengur að finna öðrum
afurðum okkar markað hér?
ívar: — Niðurlagðar fiskvörur
hafa verið að vinna sér álit. Hér
vestan hafs hefur um skeið verið
starfrækt sölufélag sem angi af
Sölustofnun lagmetis. Það hefur
skrifstofu úti á Long Island, hér í
nágrenni New York. Því er ekki að
leyna, að ýmsa byrjunarörðugleika
hefur orðið að yfirstíga á þessu
sviði, en ég held að málin þróist
tvímælalaust í rétta átt.
Hvaða Ijón hafa verið á vegin-
um?
(var: — Frá því að ég byrjaði
þessa starfsemi hér hef ég sí og æ
hamrað á því, að gæðaeftirlit
heima á íslandi væri ekki nægilegt.
Það er alvarlegasta vandamálið í
sambandi við tilraunir okkar í út-
flutningi íslenzkra afurða. Fyrsta
sendingin, sem kom hingað af
niðurlögóum hörpudisk eyðilagð-
ist vegna þess hvað hún var illa
pökkuð. Dósirnar voru svo lélegar.
Það varð hreinlega að henda
henni. Ég veit að ég verð ekkert
vinsæll heima á íslandi fyrir að
segja frá svona löguðu, en það
verður að segja hverja sögu eins
og hún er. Svo er það áþerandi, að
íslenzkir útflytjendur eru ekki nógu
nákvæmir í skriffinnskunni, sem
krafizt er. Varðandi matvæli leggja
Bandaríkjamenn gríóarlega
um. Það er athyglisvert, að sá
maður, sem náð hefur beztum ár-
angri í sölu á íslenzkum ullarvörum
hér vestan hafs er Bandaríkja-
maður, Tom Holton. Hans vel-
gengni stafar fyrst og fremst af því
að hann er ákaflega nákvæmur í
allri skriffinnsku og gæðaeftirliti.
Hann þekkir svo vel hverju máli
það skiptir.
Það fyrirtæki, sem hefur selt
mest af íslenzkum ullar- og
skinnavörum í smásölu eru Land-
au-bræður í Princeton, um 12
þúsund manna háskólabæ. Meðal
annars selja þeir mikið í pósti. Þá
auglýsa þeir í sumum þeztu tíma-
ritunum og eftir þeim er pantað.
Þetta hefur gengið alveg prýði-
lega. Einu sinni, þegar ég heim-
sótti fyrirtækið fékk ég að skoða
lagerinn hjá þeim. Þar tók ég eftir
37