Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.07.1979, Blaðsíða 41
Við viljum geta þess hér, að enda þótt ýmsar umbúöir Sölustofnunarinnar séu mjög aðlaðandi standast þær ekki kröfur Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Allar umbúðir ykkar um matvæli verða að fá samþykki stofnunarinnar áður en útflutningsáætlanir eru gerð- ar. Hið sama á við um reglugerðir í Þýzkalandi og Kanada, sem oft eru strangari en hjá Bandaríkja- mönnum. Sterk lykt af kavíar Persónulegt álit okkar á íslenzkum kavíar áður en við komum til íslands var að óraunhæft myndi vera að gera ráð fyrir að þessi vara gæti keppt við ósvikin styrjuhrogn. En við höfum lært betur og erum bjart- sýnir á sölumöguleika þessarar vöru. Við fundum, að sterk fisklykt verður af kavíarnum ef hann er látinn standa óvarinn í einhvern tíma. Það virtust líka vera vandamál við að halda svarta litnum óhögguðum. Þessi spurning um tíma skiptir verulegu máli í Bandaríkjunum því að kavíarinn er mest notaður á snittur fyrir kokkteilboð. Snitturnar eru frágengnar alllöngu áður en gestir koma, einni til tveim klukku- stundum áöur. Við ræddum þetta vandamál lengi viö menn frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Skortir gæðaeftirlit Við viljum taka það fram, að það olli okkur áhyggj- um að sjá hvað mikið skorti á gæðaeftirlit við niður- suðu á fiskbollum. Aðferðirnar eins og við sáum þær, myndu ekki uppfylla kröfur Matvæla- og lyfjaeftirlits- ins vestan hafs. Hitastjórntæki við suðuna voru ekki í lagi, það var ekki stöðluð vigtun á innihaldi dósanna þannig að sumar voru illilega yfirfullar en aðrar ófylltar. Skapaði þetta hættu á að dósirnar spryngju. Við sáum þetta vandamál líka í sambandi við niður- suðu á kæfu. Það lítur út fyrir að þið hafið ekki strangt eftirlit heldur látið hvern framleiðanda um að fram- fylgja reglunum. Gæðaeftirlit vegna útflutnings verð- ur að komast á og virk framkvæmd þess. Þorskhrogn í kokkteilrétti Svo virðist sem möguleikar til að koma þorsk- hrognum á markað í Bandaríkjunum séu tvenns kon- ar. í fyrsta lagi: í blöndu með majonesi t.d., sem gæti orðið áhugaverð í kokkteilrétti. í öðru lagi: Niður- sneidd og steikt og borin fram í fiskkökuformi. Við vildum þó gera tilraunir meö þetta samkvæmt mis- munandi uppskriftum og ræða möguleikana við rit- stjóra matargerðartímarita, áður en við getum mælt sterklega með því að þessi vara verði sett á banda- rískan markað. Eins og nú horfir sýnast okkur mögu- leikar þessarar vöru vera álitlegir. „íslenzkt" — gæðamerki Við erum þeirrar skoöunar aö á sviði ullariðnaðar- ins hafi eina greinilega tilraunin verið gerð til aö kynna og auglýsa eiginleika gæðavöru undir eink- unnaroröinu „íslenzkt". En í hverju tilfelli hefur átakið verið gert af hálfu einstakra fyrirtækja. Ekkert stórfellt átak hefur verið gert til að auglýsa það sem stendur að baki merkinu „íslenzkt". Okkur fannst þessi skortur á sameiginlegum aðgerðum í kynningarskyni íslenzkar ullarpeysur gæðavara 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.